Prenta síðu

Kynning frambjóðenda til formanns Fíh//

Kynningarfundur verður haldinn á Grand hótel Reykjavík fimmtudaginn 21. febrúar kl 16:30 - 18:30. 

Á fundinum gefst frambjóðendum til formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga tækifæri til að kynna sig og áherslur sínar í málefnum félagsins. Að kynningum loknum verður opnað fyrir fyrirspurnir frá fundarmönnum.


Hverjum frambjóðenda gefst kostur á 5-6 mínútna framsögu. Frambjóðendur drógu um niðurröðunina og er hún eftirfarandi: 
Herdís Gunnarsdóttir
Ólafur G. Skúlason
Elín Hanna Jónsdóttir
Vigdís Hallgrímsdóttir
Margrét Guðjónsdóttir
Ragnheiður Gunnarsdóttir

Fundurinn veður tekinn upp í mynd og verður gerður aðgengilegur öllum félagsmönnum á vef félagsins eins fljótt og auðið er.

Kosningin hefst 1. mars og stendur rafræna kosningin til 11. mars 2013. Kjósi félagsmaður skriflega gildir póststimpill dagsettur 8. mars 2013 sem síðasti gildi póststimpillinn. 
Kjöri formanns verður lýst á aðalfundi Fíh 3. maí n.k.


Fara á vef formannskjörsTil baka