Prenta síðu

Undanfari flutnings á hjúkrunarheimili frá mismunandi sjónarhornum//

Sameiginlegur fræðslufundur Félags eldri borgara í Reykjavík og Fagdeildar öldrunarhjúkrunarfræðinga


Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 23. janúar 2014 kl. 17.00-19.00 í húsakynnum Félags eldri borgara að Stangarhyl 4.

Fundarstjóri Þórunn Sveinbjörnsdóttir formaður stjórnar Félags eldri borgara.

Dagskrá: 

Kl. 17.00-17.15 Vilhelmína Einarsdóttir hjúkrunarfræðingur hjá Heimaþjónustu Reykjavíkurborgar fjallar um hvenær þjónusta við skjólstæðing í heimahúsi sé fullreynd.
Kl. 17.15-17.30 Örsaga frá aðstandanda um þjónustu í heimahúsi áður en til færni og vistunarmats kemur. Framsögu flytur: Matthildur Guðmundsdóttir frá Félagi eldri borgara.
Kl. 17. 30-17.45 Katrín Þórunn Hreinsdóttir hjúkrunarfræðingur hjá Færni- og heilsumatsnefnd segir frá umsóknarferlinu um varanlega dvöl á hjúkrunarheimili.
Kl. 17.45-18:00 Örsaga frá aðstandenda tengt umsókn um færni og heilsufarsmat. Framsögu flytur: Birna Bjarnadóttir frá Félagi eldri borgara.

Kaffihlé. Kaffiveitingar

18.20-19.00 Pallborðsumræður. Frá Landssambandi eldri borgara tekur þátt í pallborði Jóna Valgerður Kristjánsdóttir formaður LEB og frá Reykjavíkurborg Ellý Alda Þorsteinsdóttir og frá Fagdeild öldrunarhjúkrunarfræðinga taka þátt fyrirlesararnir Vilhelmína Einarsdóttir hjúkrunarfræðingur og Katrín Þórunn Hreinsdóttir starfsmaður Færni- og heilsumatsnefndar. Pallborðsumræðum stjórnar Brynjólfur I. Sigurðsson frá Félagi eldri borgara.

Þátttökugjald er 600 kr. sem greiðist við innganginn (eingöngu reiðufé). ATH vegna takmarkaðs sætaframboðs er nauðsynlegt að skrá sig á fundinn. Skráning fyrir félaga FEB í síma 5882111 eða á netfangið dagmar@feb.is eða feb@feb.is. Skráning fyrir meðlimi Fagdeildar öldrunarhjúkrunarfræðinga hjá Sigrúnu Bjartmarz í gegnum netfangið sbjartma@landspitali.is


Til baka