Prenta síðu

Heilsuhornið//
 

21.03.2011  //

Kvíði er algeng tilfinning sem flestir finna fyrir einhvern tíma, þó í mis miklu mæli, hvað er hægt að gera til að líða betur?

Flestir finna fyrir kvíða og angist einhvern tíma á ævinni en við erum misnæm fyrir þeirri tilfinningu. Kvíði getur orðið vandamál þegar maður nær ekki að stjórna tilfinningunum yfir ákveðið tímabil og er hamlandi fyrir það sem getur talist eðlilegt líf.

14.03.2011  //

Hefur þú hugleitt hvort hætta sé á að ávanabindandi venjur hindri þína heilsu?

Ávanabinding gerist smám saman þar til þessar venjur eru hluti af lífi manns, t.d. með athöfnum sem verða að svo sterkum ávana að það getur endað með að þú missir stjórnina og verður háð/ur þessum vana.

28.02.2011  //

Hjúkrunarfræðingar leggja áherslu á hreint umhverfi og heilnæmar aðstæður.

Mælt er með að staldra við og athuga mengunarvalda í eigin umhverfi. Áhrif umhverfis á heilsuna er stórlega vanmetin. Hversu meðvituð/aður ert þú um mengun í þínu umhverfi? Leggur þú þitt af mörkum til endurnýtingar, mengunarvarna og til að styrkja forvarnir í umhverfismálum?

31.01.2011  //

Notar þú réttar starfsstellingar? Hjúkrunarfræðingar eru í áhættu vegna álags á bak og stoðkerfi. Passaðu bakið!

Hryggurinn er einhver sterkasti hluti líkamans. Hann er gerður úr þykkum hryggjarliðum sem tengjast með liðþófum úr brjóski sem gefa honum styrk og sveigjanleika.

17.01.2011  //

Stundar þú reglulega líkamsrækt til að styrkja þig?

Leiðbeiningar til að byggja upp styrk Til að styrkja líkamann er gott að gera styrktaræfingar tvisvar til þrisvar í viku. Nota má lóð eða önnur tæki fyrir upphandleggs- og axlaæfingar.

03.01.2011  //

Gleðilegt ár kæri hjúkrunarfræðingur!

Ætlar þú að velja þetta ár til að innleiða heilsueflandi venjur inn í líf þitt og aðstoða þína nánustu við að gera slíkt hið sama?

27.12.2010  //

Gleðilegt heilsuár byrjar með setningu heilsumarkmiða

Góð heilsa er árangur af heilsusamlegum lífsháttum hvers dags. Gríptu tækifærið til að meta hve heilsusamlegu lífi þú lifir og ákveða hvort og þá hvaða breytingar þú vilt gera á þínum lífsháttum

13.12.2010  //

Góð heilsa glæðir lífið lífi! - Fyrirbyggjum vaxandi mittismál!

Mæling um mitti (yfir nafla án þess að draga inn magann) getur verið gagnlegt til að meta heilsufar og fylgjast með hvernig gengur að grenna sig. Mittismál sem er 94 cm eða minna hjá körlum og 81 cm eða minna en hjá konum eru talin vera æskileg viðmið. Mittismálið ásamt líkamsþyngdarstuðli (BMI) eru tölur sem notaðar eru til að meta holdafar einstaklinga (æskilegur líkamsþyngdarstuðull er frá 18,5 til 24,9 BMI).

06.12.2010  //

Heilbrigður hjúkrunarfræðingur er góð fyrirmynd!

Þeir þættir sem hafa áhrif á hvort bein styrkjast eða veikjast eru margvíslegir

29.11.2010  //

Hvernig hugsar þú um undirstöður þínar?

Gamalt máltæki segir "að sjá megi hvar skóinn kreppi að" þegar einhver eða einhverjir eru komnir í miklar þrengingar

22.11.2010  //

Kæri hjúkrunarfræðingur hvernig líður þér? Upplifir þú streitu daglega?

Streita er viðbragð okkar við áreiti eða álagi og er ekki eitthvað „þarna úti“ heldur kemur hún innan frá og er okkar upplifun.

15.11.2010  //

Gættu heilsu þinnar – hún er það dýrmætasta sem þú átt

Veist þú hver er ein helsta sjálfskapaða ástæða ótímabærra dauðsfalla í vestrænum löndum?

08.11.2010  //

Hvernig fyrirbyggjum við sykursýki II ?

Sykursýki II er áunnið heilsuvandamál sem hefur farið vaxandi hér á landi líkt og annars staðar í hinum vestræna heimi.