Prenta síðu

Fréttir//

18. des. 2014//

Styrkveiting Vísindasjóðs LSH

Sigrún Sunna Skúladóttir hjúkrunarfræðingur á flæðissviði Landspítala hlaut einna milljón króna styrk úr Vísindasjóði LSH til klínískra rannsókna í dag. Meðumsækjandi Sigrúnar er Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir verkefnastjóri á flæðissviði Landspítala.

18. des. 2014//

Kynnisferðir styrktar fram í febrúar

Starfsmenntunarsjóður mun taka við umsóknum um kynnisferðir fram að næsta umsóknarfresti ef ferðin hefur þegar verið skipulögð og frágengin fyrir 15. janúar.

18. des. 2014//

Lausir bústaðir í desember

Nokkrir bústaðir eru lausir nú desember. Gott að komast burt úr jólastressinu og njóta náttúrunnar sem er ósköp jólaleg þessa dagana. Ráðlegt er þó að fara aðeins á vel útbúnum bílum.

16. des. 2014//

Skrifstofa Fíh lokuð um jólin

Frá Þorláksmessu og til 5. janúar verður skrifstofa Fíh lokuð...

12. des. 2014//

Vegna starfsmenntunarsjóðs

Pistill formanns vegna starfsmenntunarsjóðs

12. des. 2014//

Doktorsvörn í hjúkrunarfræði

Þorbjörg Jónsdóttir mun verja doktorsritgerð sína í hjúkrunarfræði þriðjudaginn 16. desember næstkomandi. Athöfnin fer fram í Hátíðasal Háskóla Íslands og hefst kl.13.00.

10. des. 2014//

Starfsmenntunarsjóður úthlutar 15 milljónum

Stjórn starfsmenntunarsjóðs kom saman 10. desember, úthlutaði 15 milljónum króna í styrki og ákvað í framhaldinu að hætta að styrkja kynnisferðir til útlanda.

05. des. 2014//

Veiðikortið

Við minnum á að veiðikortið vinsæla fyrir árið 2015 er komið í sölu á orlofsvefnum og á sama góða verðinu og undanfarin ár: kr. 3.500 til félagsmanna.

01. des. 2014//

Ekkert umburðarlyndi

Evrópusamtök hjúkrunarfræðinga(EFN) og Alþjóðaráð hjúkrunarfræðinga (ICN) krefjast fyllsta öryggis heilbrigðisstarfsmanna og einskis umburðarlyndis gagnvart aðstæðum sem leiða til sýkingar starfsmanna.

01. des. 2014//

Umsögn um geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn, unglinga og fjölskyldur þeirra

Umsögn um tillögu til þingsályktunar um aðgerðaáætlun um geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn, unglinga og fjölskyldur þeirra, 52. mál.

19. nóv. 2014//

Framboð til formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga

Kjörnefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga auglýsir eftir framboði til formanns félagsins. Samkvæmt lögum félagsins skal formaður kjörinn til tveggja ára í senn.

17. nóv. 2014//

Alþjóðaráð hjúkrunarfræðinga biðlar til yfirvalda

Alþjóðaráð hjúkrunarfræðinga (ICN) biðlar til allra yfirvalda að veita hjúkrunarfræðingum öruggt vinnuumhverfi á ebóluherjuðum svæðum. Í fréttatilkynningu sem ráðið sendi frá sér þann 14. nóvember síðastliðinn stendur:

10. nóv. 2014//

Úthlutun styrkja úr minningarsjóðum í vörslu Fíh

Í sumar var auglýst eftir umsóknum um styrki úr Minningarsjóði Hans Adolfs Þórðarsonar, Kristínar Thoroddsen ásamt Rannsókna- og vísindasjóði hjúkrunarfræðinga. Fjöldi umsókna bárust og er það afar ánægjulegt að sjá hversu mikil gróska er í rannsókna- og vísindastarfi hjúkrunarfræðinga og hversu duglegir hjúkrunarfræðingar eru í að sækja sér frekari menntunar í hjúkrun.

03. nóv. 2014//

Ebóla og vinnuaðstæður

Hjúkrunarfræðingar hvetja stjórnvöld til að skapa öruggar vinnuaðstæður við umönnun Ebóla sjúklinga.

03. nóv. 2014//

Yfir 200 hjúkrunarfræðingar sóttu Hjúkrunarþing

Hjúkrunarþing Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga var haldið föstudaginn 31. október síðastliðinn. Yfirskrift þingsins var: Er pláss fyrir tengdó heima hjá þér? Efling öldrunarhjúkrunar - þarfir næstu kynslóða.