Prenta síðu

Fréttir//

24. okt. 2014//

Fullbókað er á hjúkrunarþing Fíh

Skráningu er lokið á hjúkrunarþing Fíh þar sem það er fullbókað

24. okt. 2014//

Nýtt sáranámskeið haldið í janúar

Námskeið um sár og sárameðferð verður haldið 15. og 16. janúar n.k. Opnað hefur verið fyrir skráningu.

24. okt. 2014//

Herdís Gunnarsdóttir endurkjörin í stjórn EFN

Herdís Gunnarsdóttir var í dag endurkjörin í stjórn Evrópusamtaka hjúkrunarfélaga (EFN)

24. okt. 2014//

Ályktun aðalfundar hjúkrunarráðs um stöðu hjúkrunar á Landspítala

Hjúkrunarráð hefur ítrekað bent á að álag á hjúkrunarfræðinga spítalans er viðvarandi of mikið og mönnun víða ekki í takt við fjölda sjúklinga og mælingar á hjúkrunarþyngd. Sérhæfing innan hjúkrunar hefur aukist með flóknari meðferðum og veikari sjúklingum. Með auknu álagi og skorti á hjúkrunarfræðingum kreppir að þróun fagmennsku og þekkingar í starfi sem skilar sér í minni starfsánægju og verri þjónustu. Fyrirsjáanlegur skortur á hjúkrunarfræðingum er áhyggjuefni en vaxandi landflótti hjúkrunarfræðinga og ónóg nýliðun stéttarinnar er staðreynd, sem verður að bregðast við.

24. okt. 2014//

Ályktun aðalfundar hjúkrunarráðs Landspítala um endurnýjun húsakosts

Hjúkrunarráð ályktar enn og aftur um nauðsynlega endurnýjun húsakosts Landspítala. Núverandi húsnæði Landspítala er hvorki boðlegt sjúklingum né starfsfólki og hentar ekki nútíma heilbrigðisþjónustu. Húsnæðið ógnar öryggi sjúklinga sér í lagi ef horft er til sýkingavarna og dæmin sanna að það getur reynst heilsuspillandi fyrir sjúklinga og starfsfólk. Áhætta og óþægindi fyrir sjúklinga hljótast af því að spítalinn er á mörgum stöðum og kostnaður vegna flutninga milli húsa, eykst ár frá ári.

24. okt. 2014//

Ályktun stjórnar Öldungadeildar Fíh

Þann 30. september síðastliðinn sendi stjórn Öldungadeildarinnar forsætisráðherra eftirfarandi ályktun:

21. okt. 2014//

Doktorsvörn í hjúkrunarfræði

Sigríður Zoëga ver doktorsritgerð sína í hjúkrunarfræði föstudaginn 7. nóvember kl. 13:00 í Hátíðasal Háskóla Íslands

21. okt. 2014//

Dagbók 2015 og Tímarit hjúkrunarfræðinga

Dagbókin 2015 kemur með Tímariti hjúkrunarfræðinga í dag og á morgun

16. okt. 2014//

Hlutverk hjúkrunarfræðinga í breyttu umhverfi

Samfella í þjónustu við krabbameinssjúklinga. Málþing Fagdeildar krabbameinshjúkrunarfræðinga.

14. okt. 2014//

Ofbeldi er heilsuvandamál

Nýtt tölublað Tímarits hjúkrunarfræðinga fjallar að stórum hluta um afleiðingar ofbeldis á heilsu þolenda. Í því eru margar áhugaverðar greinar.

07. okt. 2014//

Nýtt orlofshús í boði á Suðurlandi

Frá næstu mánaðarmótum bætist nýtt orlofshús á suðurlandi í flórunna hjá hjúkrunarfræðingum, en það er Lækjarbrekka 14, Syðri Brú, Grímsnesi.

06. okt. 2014//

Styrktarsjóður Fagdeildar taugahjúkrunarfræðinga

Styrktarsjóður Fagdeildar taugahjúkrunarfræðinga auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna á sviði taugahjúkrunar.

06. okt. 2014//

Námskeiðið Við starfslok er fullbókað

Lokað hefur verið fyrir skráningu á námskeiðið Við starfslok þar sem það er fullbókað. Samskonar námskeið verður haldið að ári.

30. sep. 2014//

Fræðadagar heilsugæslunnar 2014

Fræðadagar eru árlegur viðburður hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og verða nú haldnir í sjötta sinn, að þessu sinni þann 6. og 7. nóvember á Grand Hóteli, Reykjavík.

26. sep. 2014//

Lokastígur 1 er laus næstu helgi

Vegna afbókunar er Lokastígur 1 laus helgina 3.-6. október.