Prenta síðu

Fréttir//

15. apr. 2015//

Laus orlofshús og íbúðir

Ennþá eru lausar vikur í sumar í orlofshúsum félagsins. Eins eru nokkrir dagar lausir vegna forfalla í íbúðunum í Reykjavík og í Furulundi á Akureyri.

07. apr. 2015//

Framhaldsnám í heilbrigðisvísindum

Háskólinn á Akureyri býður upp á þverfaglegt diplóma- (45 ein.) og meistaranám (120 ein.) í heilbrigðisvísindum.

07. apr. 2015//

Stuðningur við kjarabaráttu geislafræðinga, lífeindafræðinga, ljósmæðra og annarra stétta innan BHM

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) lýsir yfir stuðningi við kjarabaráttu BHM og þær aðgerðir sem bandalagið stendur í til að knýja fram bætt kjör háskólamenntaðra á Íslandi. Fíh hvetur stjórnvöld til að ganga til samninga hið fyrsta.

01. apr. 2015//

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga vísar kjaraviðræðum til Ríkissáttasemjara

Í dag þann 1. apríl vísaði Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga kjaraviðræðum sínum við fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs til Ríkissáttasemjara.

30. mar. 2015//

Hátíðardagskrá 12. maí

Í tilefni alþjóðadags hjúkrunarfræðinga þann 12. maí verður hátíðardagskrá á Grand hóteli, kl. 13-16.

30. mar. 2015//

Framboðsfrestur rennur út 31. mars

Kjörnefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga auglýsir eftir framboðum í nefndir og sjóði félagsins kjörtímabilið 2015-2017.

27. mar. 2015//

Upptökur úr málstofum

Upptökur úr málstofum í heilbrigðisvísindum við HA sem haldnar hafa verið síðastliðinn mánuð eru aðgengilegar á vefvarpi Háskólans á Akureyri.

26. mar. 2015//

Orlofsíbúðir Fíh í Reykjavík og á Akureyri

Að gefnu tilefni viljum við minna á ákvörðun orlofsnefndar sem tók gildi þann 15. september síðastliðinn: Orlofsnefnd hefur ákveðið að hafa tveggja vikna forgang fyrir félagsmenn sem búa fyrir utan það svæði sem orlofsíbúðir Fíh eru.

24. mar. 2015//

Eingreiðsla 1.apríl 2015

Í samkomulagi sem Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) gerði um breytingar og framlengingu á kjarasamningi félagsins við Fjármálaráðherra f.h. ríkisjóðs árið 2014, var ákvæði um eingreiðslu fyrir hjúkrunarfræðinga sem kemur til greiðslu þann 1. apríl næstkomandi.

19. mar. 2015//

Sumarúthlutun 2015

Punktastýrð úthlutun á vikuleigu sumarið 2015 er í fullum gangi þessa dagana. 25. mars nk. kl. 9:00 opnar fyrir þá sem eiga a.m.k. 15 punkta.

18. mar. 2015//

Framhaldsnám í Hjúkrunarfræði

Haustið 2015 býður Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands upp á fjölbreytt framhaldsnám í hjúkrun.

09. mar. 2015//

Styrkir til rannsókna vegna eyrnasuðs (tinnitus)

Rannsóknar- og styrktarsjóður Lilju Guðrúnar Hannesdóttur auglýsir til umsóknar styrki til rannsóknar vegna eyrnasuðs (tinnitus).

09. mar. 2015//

Sumarúthlutun 2015

Sumarúthlutun hefst miðvikudaginn 11. mars nk. kl. 9:00. Úthlutun er samkvæmt punktaeign félagsmanns. Þeir sem eiga 112 punkta eða fleiri eiga forgang í þessari fyrstu úthlutun.

27. feb. 2015//

Útsölunni er lokið!

Síðustu daga og vikur hef ég ásamt sviðstjóra kjara- og réttindasviðs farið hringferð um landið og hitt hjúkrunarfræðinga. Þessi ferð hefur verið mjög skemmtileg og fræðandi.

23. feb. 2015//

A-hluti vísindasjóðs Fíh fyrir árið 2014

Styrkir úr A-hluta vísindasjóðs hafa verið greiddir út til starfandi hjúkrunarfræðinga. Styrkirnir voru lagðir inn á bankareikninga sem hjúkrunarfræðingar gáfu sjálfir upp.