102:Þessi frétt er runnin út og mun ekki birtast!
Prenta síðu

Framboð til formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga//

Kjörnefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga auglýsir eftir framboði til formanns félagsins. 
Samkvæmt lögum félagsins skal formaður kjörinn til tveggja ára í senn með allsherjaratkvæðagreiðslu meðal félagsmanna það ár sem ber upp á oddatölu. Framboð berist til kjörnefndar á skrifstofu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, Suðurlandsbraut 22, 108 Reykjavík. 


Framboðsfrestur er til 31. janúar 2013.

Smelltu hér til að skoða starfsreglur stjórnar.  Sérstaklega er bent á kafla um formann.

Í lögum Fíh segir um embætti formanns: 

12. gr. Formaður félagsins
Formaður ber ábyrgð á daglegri stjórn félagsins í samræmi við stefnu aðalfundar og stjórnar. Formaður félagsins er jafnframt formaður stjórnar. Hann er talsmaður félagsins og stjórnar þess.
 
Formaður kallar saman stjórn félagsins og stjórnar fundum hennar.
 
Kjörtímabil formanns er sama hið sama og kjörtímabil annarra stjórnarmanna. Sami einstaklingur getur að hámarki gegnt starfi formanns félagsins fimm kjörtímabil samfellt.
 
Formaður skal vera í fullu starfi hjá félaginu.
 
13. gr. Formannskjör
Formaður félagsins er kjörinn í allsherjaratkvæðagreiðslu.
 
Kjörnefnd skal auglýsa eftir frambjóðendum til formannskjörs eigi síðar en í janúarlok. Auglýsing skal birt í Tímariti hjúkrunarfræðinga og á vefsvæði félagsins. Framboðsfrestur skal eigi vera skemmri en 30 dagar. Einungis félagsmenn með fulla aðild og fagaðild eru kjörgengir í embætti formanns.
 
Láti formaður af embætti innan sex mánaða áður en kjörtímabili lýkur skal varaformaður taka við embætti formanns. Láti formaður af embætti þegar meira en sex mánuðir eru eftir af kjörtímabili hans skal kjörnefnd efna til formannskjörs í samræmi við 2. mgr. Formannskjöri skal vera lokið innan fjögurra mánaða frá því sitjandi formaður lét af embætti. Kjörtímabil hins nýja formanns skal vera hið sama og fráfarandi formanns.
Til baka