102:Þessi frétt er runnin út og mun ekki birtast!
Prenta síðu

Meðaldagvinnulaun almennra hjúkrunarfræðinga eru 353.708 krónur//

Samkvæmt kjarakönnun Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga frá nóvember 2012 eru meðaldagvinnulaun almennra hjúkrunarfræðinga 353.708 krónur fyrir fullt starf. Þegar þessi laun eru greind niður á aldurshópa, þá eru meðaldagvinnulaun hjúkrunarfræðinga á aldrinum 25-34 ára 318.707 kr., 35-44 ára 378.496 kr., 45-54 ára 402.249 kr. og 55-71 árs 402.908 kr. Allar þessar tölur miðast við fullt starf. Byrjunarlaun hjúkrunarfræðinga á Landspítala eru 280.907 krónur.

 


Til baka