Prenta síðu

Námskeiða- og fundaskrá//

13. okt 2014 //

Við starfslok

Námskeið fyrir hjúkrunarfræðinga sem eru að nálgast starfslok eða eru nýlega hættir störfum.
Námskeiðið er haldið í samvinnu fagsviðs og kjara-og réttindasviðs Fíh.

14. okt 2014 //

Hver er sinnar gæfu smiður

Hvað veist þú um kjara- og réttindamál?
Farið verður yfir helstu atriði kjarasamningsins og sjónum beint að vaktavinnunni, launaútreikningi, veikindarétti, uppsagnarfresti, orlofi og fleira.

22. okt 2014 //

Fullum trúnaði heitið

Námskeið fyrir trúnaðarmenn um vinnustaðinn, mannauð og samskipti verður haldið 22. október 2014 frá kl. 12:30-16:30 í húsnæði Fíh að Suðurlandsbraut 22 (gengið inn bakatil).Hér fyrir neðan eru ýmis námskeið sem henta hjúkrunarfræðingum.  Námskeiðin eru kynnt af þeim sem halda þau og eru ekki á vegum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga nema það sé tekið sérstaklega fram.

Bráðaskólinn: Bráðahjálp barna

Námskeiðið er sérstaklega sniðið að þörfum hjúkrunarfræðinga/nema til að styrkja og efla þekkingu og færni í bráðaaðstæðum er börn eiga í hlut.
Skráningarfrestur til 19. sep. 2014 Lesa meira...

Bráðaskólinn: Bráðahjálp fullorðinna

Bráðahjálp fullorðinna er sérstaklega sniðið að þörfum hjúkrunarfræðinga/nema til að styrkja og efla þekkingu og færni í bráðaaðstæðum. Námskeiðið uppfyllir kröfur LSH til jafns við Immediate Live Support.
Skráningarfrestur til 20. sep. 2014 Lesa meira...

Námskeið í nálastungumeðferð við verkjum og kvíða

Kennt verður hvernig hægt er að nota nálastungur við meðferð á verkjum og kvíða, ásamt því að styrkja ónæmiskerfi og auka orku. Það verður farið stutt yfir hugmyndafræði kínverskrar lækningar, kennt um orkubrautir í líkamanum og nálastungupunkta. Stór hluti af námskeiðinu er praktískur þar sem farið er í nálatækni og hvernig punktarnir eru fundnir.
Skráningarfrestur til 11. okt. 2014 Lesa meira...

Mindfulness – að verða meðvitaðri um eigin líðan

Lærðu að nota mindfulness til að verða meðvitaðri um eigin líðan og viðbrögð í mismunandi aðstæðum, til að forðast streitu og halda vellíðan í lífi og starfi.
Skráningarfrestur til 16. okt. 2014 Lesa meira...