Prenta síðu

Nánar um://

Við starfslok.

Námskeið fyrir hjúkrunarfræðinga í samvinnu fagsviðs og kjara-og réttindasviðs Fíh.

Markmið:

Markmið með námskeiðinu er að auka þekkingu hjúkrunarfræðinga, sem eru að nálgast starfslok eða nýlega hættir störfum, á réttindum sínum við starfslok og efla þá til að takast á við þær breytingar sem þeim fylgja.

Markhópur:

Hjúkrunarfræðingar sem eru að nálgast starfslok eða eru nýlega hættir störfum.

Námskeiðslýsing:

Á námskeiðinu verður fjallað um andlegar og félagslegar breytingar samfara starfslokum, sjóði Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, stöðu lífeyrisþega innan félagsins, lífeyrismál, almannatryggingakerfið og skattaleg málefni í tengslum við fyrirhuguð starfslok.

Dagskrá:

Mánudagur 22. apríl

Kl. 13:00-14:00 Andlegar og félagslegar breytingar samfara starfslokum

Berglind Magnúsdóttir öldrunarsálfræðingur

Kl. 14:05-14:30 Staða lífeyrisþega innan Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga

Elsa B. Friðfinnsdóttir formaður Fíh

Kl. 14:30-15:00 Kaffi

Kl. 15:00-15:30 Sjóðir Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga

Cecilie Björgvinsdóttir sviðstjóri kjara-og réttindasviðs Fíh

Kl. 15:30-16:15 Réttindi almannatrygginga

Þorgerður Ragnarsdóttir framkvæmdastjóri Þjónustu- og kynningarsviðs TR

Miðvikudagur 24. apríl

Kl. 13:00-14:10 Lífeyrissjóður og lífeyrisréttindi í LSR og LH

Ágústa H. Gísladóttir forstöðumaður réttindamála hjá LSR

Arnfríður Einarsdóttir deildarstjóri iðgjaldadeildar

Kl. 14:15-15:15 Skattaleg málefni í tengslum við fyrirhuguð starfslok

Arnar Már Jóhannesson endurskoðandi

Kl. 15:15-15:30 Kaffi

Kl. 15:30-16:15 Kynning á Öldungadeild Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga

Formaður Öldungadeildar

Umsjón: Aðalbjörg J. Finnbogadóttir, sviðstjóri fagsviðs Fíh

Staður: Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Suðurlandsbraut 22, 108 Reykjavík

Stund: 22. og 24. apríl 2013 kl. 13:00-16:15

Þátttökugjald: Ekkert

Flokkar:Námskeið
Verð: Ókeypis
Viðburður hefst: 22. apríl 2013 - kl:13:00
Viðburður endar: 24. apríl 2013 - kl:16:15
Skráning hefst: 24. mars 2013 - kl:00:00
Skráning endar: 22. apríl 2013 - kl:12:00
Hámarksfjöldi þátttakenda:76

Ekki er lengur opið fyrir skráningu á þennan viðburð!