Prenta síðu

Frá formanni//

13.06.2015  //
03.06.2015  //

Vika af verkfalli

Nú er liðin ein vika síðan verkfall hófst hjá hjúkrunarfræðingum sem starfa hjá íslenska ríkinu. Á þeim tíma sem liðinn er hafa um 1500 hjúkrunarfræðingar lagt niður störf en um 600 þeirra manna þá öryggislista sem í gildi eru auk þeirra undanþágubeiðna sem hafa verið veittar.

01.05.2015  //

Nú kjósum við

Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga samþykkti á fundi sínum þann 1. maí að boða til kosninga um verkfallsboðun til þess að framfylgja kröfum sínum vegna kjaraviðræðna við fjármálaráðherra f.h. ríkisins.

27.02.2015  //

Útsölunni er lokið!

Síðustu daga og vikur hef ég ásamt sviðstjóra kjara- og réttindasviðs farið hringferð um landið og hitt hjúkrunarfræðinga. Þessi ferð hefur verið mjög skemmtileg og fræðandi.

11.12.2014  //

Vegna starfsmenntunarsjóðs

Kæru hjúkrunarfræðingar. Eins og þið hafið rekið augun í á heimasíðu félagsins ákvað stjórn Starfsmenntunarsjóðs að hætta að styrkja kynnisferðir hjúkrunarfræðinga. Sú ákvörðun var tekin af stjórninni til að koma í veg fyrir að fremur yrði gengið á eigið fé sjóðsins, meira en því sem nú þegar hefur orðið. Stjórn Fíh var upplýst um ástandið á stjórnarfundi fyrir stuttu.

16.06.2014  //

Sumarkveðjur

Nú er genginn í garð sá árstími sem við flest sjáum í hillingum allan veturinn. Sumarfríin skella á og við njótum þess að eyða meiri tíma með fjölskyldum okkar og vinum. Sumarið er tíminn sem við notum til að hlaða batteríin eftir veturinn og mætum svo vonandi endurnærð til baka til starfa að sumarfríi loknu. Ég vona að þið náið sem flest að slaka á og hafa það gott.

14.02.2014  //

Á döfinni...

Þessir pistlar eru mín leið til að segja ykkur hvað á daga mína drífur. Ég verð að viðurkenna það að ég hef ekki verið sá duglegasti undanfarið að gefa mér tíma til að rita pistla. Ástæðan er sú að ég hef hreinlega verið önnum kafinn við að vinna að málefnum hjúkrunarfræðinga og þessa dagana er í mörg horn að líta.

10.01.2014  //

Verkefnin framundan

Ég vil byrja á því að óska ykkur gleðilegs nýs árs og vona að jólahátíðin hafi verið ykkur góð. Ég vona jafnframt að sem flestir hafi náð að hlaða batteríin að einhverju leiti og séu tilbúnir að takast á við þau tækifæri og áskoranir sem nýtt ár felur í sér. .

13.12.2013  //

Fulltrúar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga standa vaktina

Líkt og fram hefur komið í fréttaflutningi síðustu daga hefur hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð ekki staðið í skilum á lögbundnum iðgjöldum starfsmanna sinna um nokkuð skeið, þar á meðal þeirra hjúkrunarfræðinga sem þar starfa.

29.11.2013  //

Heimsókn á LSH

Í síðustu viku fór ég, ásamt Sigríði Gunnarsdóttur framkvæmdarstjóra hjúkrunar á LSH, rúnt um spítalann og heimsóttum við 5 deildir á Landspítalanum. Markmið mitt með þessari heimsókn var að hitta félagsmenn á vinnustöðum sínum og heyra í þeim hljóðið. Í þetta sinn vildi ég ekki hitta þá á formlegum fundi heldur geta átt meiri samræður um hin ýmsu málefni sem hjúkrunarfræðingum finnst mikilvæg og komast í enn betri tengingu við þá.