Fara á efnissvæði
Frétt

Kröfugöngur 1. maí

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hvetur hjúkrunarfræðinga til að taka þátt á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins, miðvikudaginn 1. maí. Yfirskrift dagsins að þessu sinni er Sterk hreyfing - sterkt samfélag.

Reykjavík

Í Reykjavík verður safnast saman fyrir kröfugönguna á Skólavörðuholti kl. 13:00. Gangan hefst kl. 13:30.

Gengið verður frá Skólavörðuholti niður Skólavörðustíg, Bankastræti og vestur Austurstræti inn á Ingólfstorg þar sem hátíðardagskrá fer fram og eldræður verða fluttar um samstöðu, verkalýðsbaráttu og samfélagsbreytingar.

Úlfur Úlfur og Bríet sjá um tónlistar-flutning á Ingólfstorgi og að sjálfsögðu verður Internasjónalinn sunginn með undirleik Lúðrasveitar verkalýðsins.

Akureyri

Göngufólk safnast saman við Alþýðuhúsið og dagskrá í HOFI

13:45 – Göngufólk safnast saman við Alþýðuhúsið
14:00 – Lagt af stað við undirleik Lúðrasveitar Akureyrar

Hátíðardagskrá í Hofi að lokinni kröfugöngu

  • Ávarp 1. maí nefndar stéttarfélaganna
  • Hátíðarræða, Finnbjörn A. Hermannsson – forseti ASÍ
  • Leikfélag Menntaskólans á Akureyri sýnir atriði úr söngleiknum um Gosa
  • Ívar Helgason tekur lagið

Kaffihressing að dagskrá lokinni. Pylsur, safi og andlitsmálning fyrir börnin.

Selfoss

Kröfuganga hefst klukkan 11:00

Lúðrasveit Selfoss leiðir gönguna frá Austurvegi 56 að Hótel Selfoss þar sem að dagskrá og skemmtun fer fram.

  • Kynnir er Jónas Yngvi Ásgrímsson, frá VR
  • Ræðumaður verður Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB
  • Annar ræðumaður verður Klaudia Joanna Figlarska, nemandi í ML

Fríða Hansen ásamt Alexander Frey taka lagið.

Afrekshópur dansakademíunar kemur fram.

Fimleikadeild UMFS sér um andlitsmálun.

Kaffi, kökur og veitingar.

Borgarbyggð

14:30 - Baráttufundur í Hjálmakletti

Dalabyggð

13:30 - Dalabúð, Búðardal

Vopnafjörður

12:00 - Félagsheimilinu Miklagarði

Borgarfjörður eystri

12:00 - Álfheimar

Seyðisfjörður

12:00 - Félagsheimilinu Herðubreið

Egilsstaðir

12:00 - Hótel Hérað

Reyðarfjörður

12:00 - Heiðarbær

Eskifjörður

12:00 - Melbær

Neskaupstaður

12:00 - Hótel Hildibrand

Fáskrúðsfjörður

12:00 - Glaðheimum

Stöðvarfjörður

12:00 - Grunnskólanum Stöðvarfirði

Breiðdalsvík

12:00 - Hamar kaffihús

Djúpavogur

12:00 - Hótel Framtíð

Hornafjörður

12:00 - Heppa restaurant

Viðburðir á fleiri stöðum á landinu verður bætt við hér þegar nær dregur.