Félagið
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) var stofnað árið 1919, og er bæði fag- og stéttarfélag hjúkrunarfræðinga á Íslandi. Félagsfólk er kjarni starfseminnar og eru rúmlega 4.800 alls, þar af tæplega 3.800 starfandi félagar.
Gildi félagsins
Gildi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga eru Ábyrgð, Áræði og Árangur. Ábyrgðin felur í sér að nýta þekkingu og færni með þarfir skjólstæðingsins í fyrirrúmi og í samræmi við siðareglur, lög og reglugerðir. Áræðið stendur fyrir framsækni og forystu í baráttu fyrir öflugri heilbrigðisþjónustu, ásættanlegum kjörum og heilsueflingu. Árangurinn byggir á að félagsmenn nái settum markmiðum um fagmennsku, kjör, og samfélagslegt hlutverk.
Tímarit íslenskra hjúkrunarfræðinga
Tímaritið er vettvangur fræðilegrar og félagslegrar umfjöllunar um hjúkrun. Í faglega hluta tímaritsins eru birtar margvíslegar greinar sem fjalla um öll svið hjúkrunar. Hér má nálgast nýjasta tölublaðið, greinasafn ritrýndra greina síðustu ára og blaðasafn aftur til ársins 1925.