Fara á efnissvæði

Minningarsjóðir

Minningarsjóður Hans Adolfs Hjartarsonar og Minningarsjóður Kristínar Thoroddsen styrkja hjúkrunarfræðinga í starfi og námi.

Minningarsjóðir

Minningarsjóður Hans Adolfs Hjartarsonar styrkir hjúkrunarfræðinga til frekara náms og eins til ferðalaga í sambandi við félagsmál, en tilgangur Minningarsjóðs Kristínar Thoroddsen er að veita viðurkenningu hjúkrunarfræðingum sem skarað hafa fram úr í námi og sýnt sérstaka hæfileika til hjúkrunarstarfa. Minningarsjóður Kristínar veitir einnig styrki til framhaldsnáms í hjúkrun.

Styrkjum er úthlutað annað hvert ár, þegar ártal er jöfn tala og er umsóknafrestur til 1. október það ár.

Minningarsjóður Hans Adolfs

Minningarsjóður Hans Adolfs Hjartarsonar framkvæmdastjóra, var stofnaður í mars 1951 af ættingjum hans og bekkjarsystkinum, en Hans Adolf lést í janúar 1951. Sjóðurinn var stofnaður til að styrkja hjúkrunarfræðinga í framhaldsnámi. Var það samkvæmt ósk hins látna og þess jafnframt getið að hann hefði borið þakklæti í huga fyrir góða hjúkrun á Landspítalanum.

Skrifstofa félagsins tekur á móti gjöfum fyrir hönd sjóðsins og annast sendingu minningarkorta. Nánari upplýsingar í síma 540 6400.

Texti inn í minningarkortinu er:
Minningarsjóði Hans A. Hjartarsonar, námssjóði Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, hefur verið færð minningargjöf.

Með innilegri samúð

Stjórn sjóðsins

Formaður

Guðbjörg Pálsdóttir

Helga Bragadóttir

Hrund Sch. Thorsteinsson

Minningarsjóður Kristínar

Kristín Ólína Thoroddsen, f. 29. apríl 1894, d. 28. febrúar 1961, var forstöðukona Landspítalans og Hjúkrunarkvennaskóla Íslands frá stofnun hans árið 1949.
Fyrrum nemendur skólans og aðrir hjúkrunarfræðingar gengust fyrir stofnun þessa minningarsjóðs við andlát Kristínar í þakklætis og virðingarskyni fyrir brautryðjendastörf hennar.
Tilgangur sjóðsins er að veita verðlaun hjúkrunarfræðingum sem skarað hafa fram úr í námi og sýnt sérstaka hæfileika til hjúkrunarstarfa. Sjóðurinn veitir einnig styrki til framhaldsnáms í hjúkrun.

Skrifstofa félagsins tekur á móti gjöfum og annast sendingu minningarkorta. Nánari upplýsingar í síma 540 6400

Texti inn í minningarkortinu er:
Minningarsjóði Kristínar Thoroddsen, náms og viðurkenningarsjóði Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, hefur verið færð minningargjöf.

Með innilegri samúð

Stjórn sjóðsins

Formaður

Guðbjörg Pálsdóttir

Helga Bragadóttir

Ólafur G. Skúlason

Steinunn Sigurðardóttir