Minningarsjóðir
Minningarsjóður Hans Adolfs Hjartarsonar styrkir hjúkrunarfræðinga til frekara náms og eins til ferðalaga í sambandi við félagsmál, en tilgangur Minningarsjóðs Kristínar Thoroddsen er að veita viðurkenningu hjúkrunarfræðingum sem skarað hafa fram úr í námi og sýnt sérstaka hæfileika til hjúkrunarstarfa. Minningarsjóður Kristínar veitir einnig styrki til framhaldsnáms í hjúkrun.
Styrkjum er úthlutað annað hvert ár, þegar ártal er jöfn tala og er umsóknafrestur til 1. október það ár.
Minningarsjóður Hans Adolfs
Minningarsjóður Hans Adolfs Hjartarsonar framkvæmdastjóra, var stofnaður í mars 1951 af ættingjum hans og bekkjarsystkinum, en Hans Adolf lést í janúar 1951. Sjóðurinn var stofnaður til að styrkja hjúkrunarfræðinga í framhaldsnámi. Var það samkvæmt ósk hins látna og þess jafnframt getið að hann hefði borið þakklæti í huga fyrir góða hjúkrun á Landspítalanum.
Skrifstofa félagsins tekur á móti gjöfum fyrir hönd sjóðsins og annast sendingu minningarkorta. Nánari upplýsingar í síma 540 6400.
Texti inn í minningarkortinu er:
Minningarsjóði Hans A. Hjartarsonar, námssjóði Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, hefur verið færð minningargjöf.
Með innilegri samúð
Stjórn sjóðsins
Formaður
Guðbjörg Pálsdóttir
Helga Bragadóttir
Hrund Sch. Thorsteinsson
Nafn og heimili
Nafn sjóðsins er Minningarsjóður Hans Adolfs Hjartarsonar og starfar hann með því skipulagi og markmiðum sem segir í reglum þessum.
Heimili sjóðsins og varnarþing er í Reykjavík.Tilgangur sjóðsins
Tilgangur sjóðsins er að styrkja félagsmenn í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) til frekara náms og eins til ferðalaga í sambandi við félagsmál.Aðild
Aðild að sjóðnum eiga allir þeir hjúkrunarfræðingar sem eru félagsmenn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.Stjórn sjóðsins og hlutverk hennar
Stjórn sjóðsins er skipuð þremur fulltrúum.Í stjórn sitja formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, deildarforseti hjúkrunarfræðideildar Háskóla Íslands og félagi í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga, sem kosinn er á aðalfundi Fíh.
Stjórn sjóðsins hefur á hendi alla framkvæmd styrkveitinga og reikningshald sjóðsins. Hún skal halda gerðabók og rita í hana allar samþykktir sínar.
Fjármálastjóri Fíh hefur umsjón með fjársýslu sjóðsins og eru reikningar hans endurskoðaðir af löggiltum endurskoðendum og yfirfarnir af skoðunarmönnum Fíh sem kjörnir eru á aðalfundi félagsins.
Tekjur sjóðsins
Í skipulagsskrá sjóðsins kemur fram að stofnfé sjóðsins sé kr. 11.000.- og skal hann ávaxtaður þar til hann verður kr. 200.000.- en þá má verja öllum vöxtum hans til styrkveitinga ef með þarf. Sjóðurinn veitir móttöku gjöfum frá félagsmönnum og öðrum sem vilja styrkja sjóðinn. Tekjur sjóðsins eru vextir af höfuðstól og sala minningarkorta.Úthlutunarreglur
Hjúkrunarfræðingar, sem eru félagsmenn í Fíh, geta sótt um styrk til sjóðsins til framhaldsnáms sem og til ferðalaga í sambandi við félagsmál.Þeir sem æskja styrks úr sjóðnum skulu senda stjórn sjóðsins umsókn með þeim upplýsingum sem stjórn sjóðsins telur nauðsynlegar.
Á grundvelli þeirra tekur sjóðsstjórn ákvörðun um hvort og hve háan styrk viðkomandi umsækjandi fær.Styrkjum er úthlutað annað hvert ár, þegar ártal er jöfn tala og er umsóknafrestur til 1. október það ár.
Umsóknir
Umsókn og fylgiskjöl skulu berast rafrænt á þar til gerðu eyðublaði, á netfangið [email protected] fyrir miðnætti þann 1. október úthlutunarár.Umsækjendum er bent á að vönduð umsókn eykur líkur á styrkveitingu. Staðfesting á skólavist eða fyrirhuguðu ferðalagi er nauðsynlegt að senda með umsókninni.
Öllum umsækjendum er svarað skriflega.Afhending styrkja
Styrkþega er tilkynnt um styrkveitinguna skriflega og er styrkupphæðin lögð inn á reikning hans. Styrkþega er skylt að senda framvinduskýrslu til stjórnar sjóðsins ári eftir afhendingu styrksins.Endurgreiðsla
Verði ekkert úr ferðalaginu eða breytingar á fyrirhuguðu framhaldsnámi og þar með forsendum styrkveitingarinnar, skal styrkþegi gera stjórn sjóðsins grein fyrir ástæðum þess og endurgreiða þann hluta styrksins sem ekki hefur verið notaður.
Minningarsjóður Kristínar
Kristín Ólína Thoroddsen, f. 29. apríl 1894, d. 28. febrúar 1961, var forstöðukona Landspítalans og Hjúkrunarkvennaskóla Íslands frá stofnun hans árið 1949.
Fyrrum nemendur skólans og aðrir hjúkrunarfræðingar gengust fyrir stofnun þessa minningarsjóðs við andlát Kristínar í þakklætis og virðingarskyni fyrir brautryðjendastörf hennar.
Tilgangur sjóðsins er að veita verðlaun hjúkrunarfræðingum sem skarað hafa fram úr í námi og sýnt sérstaka hæfileika til hjúkrunarstarfa. Sjóðurinn veitir einnig styrki til framhaldsnáms í hjúkrun.
Skrifstofa félagsins tekur á móti gjöfum og annast sendingu minningarkorta. Nánari upplýsingar í síma 540 6400
Texti inn í minningarkortinu er:
Minningarsjóði Kristínar Thoroddsen, náms og viðurkenningarsjóði Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, hefur verið færð minningargjöf.
Með innilegri samúð
Stjórn sjóðsins
Formaður
Guðbjörg Pálsdóttir
Helga Bragadóttir
Ólafur G. Skúlason
Steinunn Sigurðardóttir
Nafn og heimili
Nafn sjóðsins er Minningarsjóður Kristínar Thoroddsen og starfar hann með því skipulagi og markmiðum sem segir í reglum þessum. Heimili sjóðsins og varnarþing er í Reykjavík.Tilgangur sjóðsins
Tilgangur sjóðsins skv. skipulagsskrá hans, er að veita þeim hjúkrunarfræðingum viðurkenningu sem skarað hafa fram úr í hjúkrunarnámi og sýnt sérstaka hæfileika til hjúkrunarstarfa.Heimilt er að veita hjúkrunarfræðingum styrk til framhaldsnáms úr sjóðnum.
Aðild
Aðild að sjóðnum eiga allir þeir hjúkrunarfræðingar sem eru félagsmenn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.Stjórn sjóðsins og hlutverk hennar
Stjórn sjóðsins er skipuð fjórum fulltrúum. Í stjórn sitja formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga sem er formaður sjóðsstjórnar, deildarforseti hjúkrunarfræðideildar H.Í., framkvæmdastjóri hjúkrunar LSH og einn aðili frá Öldungadeild Fíh.Stjórnin ákveður styrkhafa. Stjórn sjóðsins skal halda gerðabók og rita í hana allar samþykktir sínar, reikninga sjóðsins og annað er varðar hag sjóðsins og starf. Fjármálastjóri Fíh hefur umsjón með fjársýslu sjóðsins og eru reikningar hans endurskoðaðir af löggiltum endurskoðendum og yfirfarnir af skoðunarmönnum Fíh sem kjörnir eru á aðalfundi félagsins.
Tekjur sjóðsins
Höfuðstóll sjóðsins var kr. 25.000.- við stofnun og hann má ekki skerða.Sjóðinn skal efla með minningargjöfum, minningarkortum og öðrum ráðum er sjóðstjórn telur heppileg.
Tekjur sjóðsins eru vextir af höfuðstól og sala minningarkorta.Úthlutunarreglur
Hjúkrunarfræðingar geta sótt um styrk til sjóðsins til framhaldsnáms. Þeir sem æskja styrks úr sjóðnum skulu senda stjórn sjóðsins umsókn með þeim upplýsingum sem stjórn sjóðsins telur nauðsynlegar. Á grundvelli þeirra tekur sjóðsstjórn ákvörðun um hvort og hve háan styrk viðkomandi umsækjandi fær.Styrkjum er úthlutað annað hvert ár, þegar ártal er jöfn tala og er umsóknafrestur til 1. október það ár.
Umsóknir
Umsóknir og fylgiskjöl skulu berast rafrænt á þar til gerðu eyðublaði á netfangið [email protected] fyrir miðnætti þann 1. október á úthlutunarári.Staðfestingu á skólavist er nauðsynlegt að senda með umsókninni. Umsækjendum er bent á að vönduð umsókn eykur líkur á styrkveitingu.
Öllum umsækjendum er svarað skriflega.Afhending styrkja
Styrkþega er tilkynnt um styrkveitinguna skriflega og er styrkupphæðin lögð inn á reikning hans.Styrkþega er skylt að senda framvinduskýrslu til stjórnar sjóðsins ári eftir afhendingu styrksins.
Endurgreiðsla
Verði breytingar á fyrirhuguðu framhaldsnámi og þar með forsendum styrkveitingarinnar, skal styrkþegi gera stjórn sjóðsins grein fyrir ástæðum þess og endurgreiða þann hluta styrksins sem ekki hefur verið notaður.