Fara á efnissvæði

Rannsókna- og vísindasjóður

Tilgangur sjóðsins er að styrkja hjúkrunarfræðinga til rannsókna- og vísindastarfa í hjúkrunarfræðum hér á landi.

Umsókn

Umsóknina ásamt fylgiskjölum skal senda á netfangið [email protected] fyrir 1. október hvert ár. Umsóknina má skrifa á ensku að hluta til eða öllu leyti. Heiti og stutt lýsing verkefnis/rannsóknar þarf að vera á íslensku. Eyðublaðið er Word-skjal og þarf umsækjandi að byrja á því að vista það á sinni tölvu og fylla síðan út og meðhöndla sem venjulegt Word-skjal. Umsækjendum er bent á að vönduð umsókn eykur líkur á styrkveitingu.

Stjórn sjóðsins

Formaður

Guðbjörg Pálsdóttir

Helga Bragadóttir

Sigríður Zoéga