Aðild
Rétt til aðildar að félaginu eiga þeir sem á grundvelli laga um heilbrigðisstarfsmenn og reglugerðar um hjúkrunarfræðinga, hafa leyfi til þess að stunda hjúkrun hér á landi og kalla sig hjúkrunarfræðing.
Fagaðild
Fagaðild býðst þeim hjúkrunarfræðingum sem ekki greiða félagsgjöld. Fagaðildarfélagar greiða sérstakt fagaðildargjald árlega til félagsins sem ákveðið er á aðalfundi.
Fagaðilum býðst aðgangur að fagsviði Fíh, þar með töldum námskeiðum, þingum og ráðstefnum á vegum þess. Fagaðilar hafa auk þess þátttöku- og atkvæðisrétt á árlegum aðalfundum félagsins, kosningarétt í formannskjöri og rétt til þátttöku í starfsemi fagdeilda á vegum félagsins auk kjörgengi til setu í nefndum á vegum þess.
Fagaðilar halda áunnum réttindum í orlofssjóði og geta nýtt sér orlofskosti félagsins þar til punkta þrýtur.
Til að sækja um fagaðild þarf að hafa samband við skrifstofu í síma 540 6400 eða með tölvupósti: [email protected]
Lífeyrisaðild
Lífeyrisaðild öðlast það félagsfólk sem hefur hafið töku lífeyris, eru hættir störfum og greiðir ekki félagsgjald. Lífeyrisaðild er félaganum að kostnaðarlausu. Lífeyrisaðilum býðst aðgangur að fagsviði Fíh, þar með töldum námskeiðum, þingum og ráðstefnum á vegum þess. Lífeyrisaðilar hafa auk þess þátttöku- og atkvæðisrétt á árlegum aðalfundum félagsins, kosningarétt í formannskjöri og rétt til þátttöku í starfsemi fagdeilda á vegum félagsins auk kjörgengi til setu í nefndum á vegum þess. Lífeyrisaðilar halda áunnum réttindum í orlofssjóði og geta nýtt sér orlofskosti félagsins þar til punkta þrýtur.