Fara á efnissvæði

Styrktarsjóður

Styrktarsjóður veitir félagsfólki fjárhagsaðstoð í veikinda- og slysatilvikum, styður og eflir félagsfólk vegna endurhæfingar eftir slys eða veikindi auk þess að efla forvarnir sem varða heilsufar og heilbrigði.

Styrktarsjóður

Styrktarsjóður er fjármagnaður með framlagi launagreiðanda í samræmi við ákvæði kjarasamninga. Í stjórn sjóðsins sitja hjúkrunarfræðingar fyrir hönd félagsins.

Félagsfólk Fíh getur sótt um styrk í styrktarsjóð ef atvinnurekandi þeirra hefur greitt styrktarsjóðsframlag í samtals sex mánuði, þar af samfellt í þrjá mánuði, þegar stofnað er til útgjalda vegna viðburðar sem sótt er um.

Réttur félagsfólks

Rétt í styrktarsjóð öðlast félagsfólk þegar greiðslur hafa borist í 6 mánuði í sjóðinn, þar af 3 mánuði samfellt áður en atburður sem veitir rétt til styrks úr sjóðnum átti sér stað. Sótt er um styrk í Styrktarsjóð á Mínum síðum, en til að hafa aðgengi að þeim þarf rafræn skilríki.

Heilsustyrkur

Veittur er styrkur í heild allt að 75.000 krónur á ári vegna heilsutengdra útgjalda. Greiðslur úr sjóðnum eru almennt staðgreiðsluskyldar og er staðgreiðsla dregin af fjárhæð fyrir útborgun. Heilsurækt og endurhæfing er þó undanþegin skatti.

Mikilvægt er að senda inn kvittanir með umsókn sem sýna fram á að greitt hafi verið fyrir viðburðinn.

Sótt er um styrkinn á mínum síðum.

Umsóknir eru afgreiddar mánaðarlega, þó er heilsustyrkur ekki greiddur út í júlí. Umsóknum ásamt viðeigandi gögnum skal skila inn fyrir lok mánaðar. Að jafnaði er greitt út 24.-26. dag næsta mánaðar eða næsta virka dag á eftir. Umsóknir sem berast í desember greiðast út í janúar en færast sem styrkur sama ár og umsókn barst.

Heilsurækt og endurhæfing er undanþegið skatti en heilbrigðiskostnaður er skattskyldur. Hér má sjá dæmi um hvað flokkast undir hvorn þátt.

Fæðingarstyrkur

Fæðingastyrkur er að hámarki kr. 250.000 til foreldris fyrir hvert barns. Upphæð styrksins ákvarðast af starfshlutfalli. Sækja þarf um styrkinn innan eins árs frá fæðingu barns. Sótt er um styrkinn á Mínum síðum og eru styrkir að jafnaði greiddir út 24.-26. dag mánaðar eða næsta virka dag á eftir. Fæðingarstyrkur er skattskyldur.

Umsókninni þurfa að fylgja:

  • Fæðingarvottorð barns
  • Afrit af nýjasta launaseðli (mynd/skjáskot eða PDF skjal)

Sjúkradagpeningar

Sótt er um sjúkradagpeninga á Mínum síðum, undir Sjóðir og Styrktarsjóður.

  • Hámarks mánaðargreiðsla þeirra er starfa hjá ríki er kr. 400.000. Hámarkið miðast við fullt starf.
  • Hámarks mánaðargreiðsla þeirra er starfa á almenna markaðinum er kr. 610.000. Hámarkið miðast við fullt starf.
  • Nánari upplýsingar er að finna í úthlutunarreglum sjóðsins.
  • Sjúkradagpeningar eru að jafnaði greiddir út 24.-26. dag mánaðar eða næsta virka dag á eftir.

Umsókninni þarf að fylgja:

  • Læknisvottorð
  • Launaseðill með starfshlutfalli
  • Vottorð vinnuveitanda um tæmingu veikindaréttar
  • Skattkort (valkvætt)

Útfararstyrkur

Aðstandendur hjúkrunarfræðinga geta sótt um útfararstyrk að upphæð kr. 350.000. Sótt er um útfararstyrk með tölvupósti á [email protected]. Útfararstyrkur er að jafnaði greiddur út 24.-26. dag mánaðar eða næsta virka dag á eftir. Nánari upplýsingar um útfararstyrk er að finna í úthlutunarreglum styrktarsjóðs.

Útfararstyrkur er greiddur vegna:

  • Útfarar virks sjóðsfélaga
  • Útfarar sjóðsfélaga sem látið hefur af störfum og andast innan árs frá því að greiðslur hættu að berast fyrir hann í sjóðinn
  • Útfarar barna (18 ára og yngri) sjóðsfélaga

Nauðsynleg gögn:

  • Dánarvottorð

Stjórn sjóðsins

Formaður

Rut Gunnarsdóttir

Guðrún Yrsa Ómarsdóttir

Svanlaug Guðnadóttir

Varamaður

Kristrún Þórkelsdóttir

Varamaður

Tryggvi Hjörtur Oddsson

Reglur