Trúnaðarmenn
Trúnaðarmaður er tengiliður milli félagsmanna í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga og stjórnenda stofnanna annars vegar og milli félagsmanns og kjara- og réttindasviðs félagsins hins vegar.

Mikilvægur tengiliður fyrir þig
Trúnaðarmaður er tengiliður milli félagsmanna í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga og stjórnenda stofnanna annars vegar og milli félagsmanns og kjara- og réttindasviðs félagsins hins vegar. Trúnaðarmaður miðlar upplýsingum um kjara- og réttindamál til félagsfólks á hverri starfseiningu og stendur vörð um réttindi og skyldur. Fyrirspurnum og kvörtunum kemur hann í farveg innan stofnunar og/eða til kjara- og réttindasviðs félagsins.
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga leggur mikla áherslu á að trúnaðarmenn leiti til félagsins með erindi og ágreiningsefni sem upp koma á vinnustað svo hægt sé að aðstoða við lausn þeirra.
