Fara á efnissvæði
Ráðstefna

Áföll, seigla og menning: Stuðningur við fólk á flótta frá Palestínu og öðrum átakasvæðum

Viðburður í Norræna húsinu miðvikudaginn 24. september milli kl. 14:00 og 16:00. Skráning á vef Rauða krossins.

Dagsetning
24. september 2025
Tími
14:00 - 16:00
Staðsetning
Norræna húsið

Flótti, átök og áföll móta ekki aðeins líf einstaklinga heldur heilu samfélögin. Þessi viðburður er vettvangur til að dýpka skilning okkar á slíkri reynslu og íhuga hvernig við getum betur stutt fólk sem býr við afleiðingar stríðs og þarf að flýja heimkynni sín.
Sérstök áhersla verður lögð á reynslu fólks frá Palestínu.

Fyrirlesarar okkar, palestínsku sálfræðingarnir dr. Fathy Dar Youssef og Despina Costandinides, munu miðla af faglegri sérþekkingu sinni og einnig af persónulegri reynslu.

Þau munu m.a. fjalla um:
- Áhrif áfalla, átaka og flótta á andlega heilsu og daglegt líf.
- Reynslu og menningu Palestínufólks á flótta.
- Hvernig einstaklingar og samfélög sýna seiglu, jafnvel í viðvarandi neyð.

Viðburðurinn er sérstaklega ætlaður þeim sem starfa við að styðja fólk á flótta frá Palestínu og öðrum átakasvæðum – svo sem heilbrigðisstarfsfólki, kennurum, félagsráðgjöfum og mannúðarstarfsfólki.

Dagskráin fer fram á ensku og samanstendur af um klukkustundar löngum fyrirlestrum sálfræðinganna og klukkustund af spurningum og svörum á eftir.

Viðburðurinn er öllum opinn og verður einnig streymt á netinu.

Pláss í Norræna húsinu er takmarkað og við biðjum þau sem vilja mæta á staðinn vinsamlegast að skrá sig hér.

Viðburðurinn er skipulagður af Rauða krossinum á Íslandi og Reykjavíkurborg, með fjárhagslegum stuðningi frá mennta- og barnamálaráðuneytinu, félags- og húsnæðismálaráðuneytinu, heilbrigðisráðuneytinu, Reykjanesbæ, Hafnarfjarðarbæ og embætti ríkislögreglustjóra.