Hjúkrunarfræði er fag sem er í stöðugri þróun á fræðilegum grunni. Fagdeildir eru félagslegur vettvangur þar sem hjúkrunarfræðingar geta deilt sinni sameiginlegu reynslu, stuðlað að framþróun á sínu sérsviði og aukið þekkingu sína.
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga var stofnað 1919. Félagsfólk er kjarni starfseminnar og eru rúmlega 4.800 alls, þar af tæplega 3.800 starfandi félagar.
Á orlofsvefnum er að finna allar nánari upplýsingar um íbúðir og orlofshús sem eru í boði. Sjóðfélögum býðst einnig afsláttur af m.a. gistingu og flugi með kaupum á gjafakortum.
Ráðstefnan Hjúkrun 2025 verður haldin dagana 25.- 26. september í Hofi á Akureyri. Ráðstefnan hjúkrun er uppskeruhátíð hjúkrunarfræðinga, þar sem við komum saman til að fagna því sem áunnist hefur í faginu, deila nýjustu þekkingu og hvetja hvert annað áfram.
Tímarit hjúkrunarfræðinga er gefið út þrisvar á ári. Tímaritið er vettvangur fræðilegrar og félagslegrar umfjöllunar um hjúkrun. Í faglega hluta tímaritsins eru birtar margvíslegar greinar sem fjalla um öll svið hjúkrunar.
Fagmennska og þekking hjúkrunarfræðinga er hjartað í íslensku heilbrigðiskerfi. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga vinnur að framgangi hjúkrunar, faglegri þróun og gætir að réttindum og kjörum hjúkrunarfræðinga.
Hér má nálgast allar tilkynningar, pistla, hlaðvörp og gögn útgefin af félaginu.
Frétt
Nýtt örorku og endurhæfingarlífeyriskerfi TR tekur gildi 1. september 2025
Frá og með 1. september 2025 mun nýtt kerfi fyrir örorkulífeyri og endurhæfingargreiðslur taka gildi hjá Tryggingastofnun ríkisins (TR).
Frétt
José Luis Cobos Serrano nýr forseti ICN
José Luis Cobos Serrano frá Spáni er nýr forseti Alþjóðaráðs hjúkrunarfræðinga (ICN). Sineva Ribero, formaður Vårdförbundet í Svíþjóð, er fyrsti varaforseti.
Frétt
Helsinki yfirlýsingin
Alþjóðaráð hjúkrunarfræðinga (ICN) gefur út yfirlýsingu í kjölfar þings ráðsins sem haldið var í Helsinki.
Hlaðvarp
Rapportið - Oddný M. Ragnarsdóttir
Gestur Rapportsins er Oddný M. Ragnarsdóttir hjúkrunarfræðingur. Oddný á fjölbreyttan starfsferil að baki í hjúkrun auk þess sem hún sinnti félagsstörfum innan Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og forvera þess í meira hálfa öld.
Frétt
ICN breytir skilgreiningu á hjúkrun og hjúkrunarfræðing
Ný skilgreining á hugtökunum „hjúkrun“ og „hjúkrunarfræðingur“ var samþykkt á þingi Alþjóðaráðs hjúkrunarfræðinga (ICN) í Helsinki í byrjun júní.
Frétt
Nýr stofnanasamningur við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur undirritað nýjan stofnanasamning við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða.
Frétt
Nýr stofnanasamningur við Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur undirritað nýjan stofnanasamning við Heilbrigðisstofnun Suðurlands.
Aðild
Sækja um aðild að Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga
Hér má nálgast yfirlit yfir viðburði, fundi, námskeið og ráðstefnur.
Námskeið TR fyrir fagaðila um nýtt kerfi örorku- og endurhæfingargreiðslna
Vegna mikillar eftirspurnar býður Tryggingastofnun upp á fleiri námskeið fyrir fagaðila um nýtt kerfi örorku- og endurhæfingargreiðslna sem kemur til framkvæmda 1. september nk.
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga tekur þátt í og hefur frumkvæði að umræðu um hjúkrunar og heilbrigðismál með hagsmuni skjólstæðinganna að leiðarljósi.