Málþingið Hver ber ábyrgð á lyfjunum mínum? fór fram í október 2024 á Grand Hótel Reykjavík. Bakhjarl málþingsins var átaksverkefnið „Lyf án skaða“, gæðaátak í lyfjamálum á vegum heilbrigðisráðuneytisins, Embættis landlæknis, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Þróunarmiðstöðvar íslenskrar heilsugæslu, Landspítala, Sjúkrahússins á Akureyri, Læknafélags Íslands, Lyfjafræðingafélags Íslands, Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Lyfjastofnunar.