Hjúkrunarfræði er fag sem er í stöðugri þróun á fræðilegum grunni. Fagdeildir eru félagslegur vettvangur þar sem hjúkrunarfræðingar geta deilt sinni sameiginlegu reynslu, stuðlað að framþróun á sínu sérsviði og aukið þekkingu sína.
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga var stofnað 1919. Félagsfólk er kjarni starfseminnar og eru rúmlega 4.800 alls, þar af tæplega 3.800 starfandi félagar.
Á orlofsvefnum er að finna allar nánari upplýsingar um íbúðir og orlofshús sem eru í boði. Sjóðfélögum býðst einnig afsláttur af m.a. gistingu og flugi með kaupum á gjafakortum.
Tímarit hjúkrunarfræðinga er gefið út þrisvar á ári. Tímaritið er vettvangur fræðilegrar og félagslegrar umfjöllunar um hjúkrun. Í faglega hluta tímaritsins eru birtar margvíslegar greinar sem fjalla um öll svið hjúkrunar.
Fagmennska og þekking hjúkrunarfræðinga er hjartað í íslensku heilbrigðiskerfi. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga vinnur að framgangi hjúkrunar, faglegri þróun og gætir að réttindum og kjörum hjúkrunarfræðinga.
Hér má nálgast allar tilkynningar, pistla, hlaðvörp og gögn útgefin af félaginu.
Frétt
Hjúkrun 2025 lokið
Vísindaráðstefnunni Hjúkrun 2025 lauk í dag. Ráðstefnan var haldin í menningarhúsinu Hofi á Akureyri dagana 25. og 26. september.
Frétt
Delaney útnefnd goðsögn í lifanda lífi
Bandaríska hjúkrunarakademían (American Academy of Nursing) hefur útnefnt Connie W. Delaney, prófessor og deildarforseta Hjúkrunarfræðideildar Minnesota-háskóla og heiðursdoktor við Háskóla Íslands, „goðsögn í lifanda lífi“ (Living Legend).
Frétt
Enginn skilinn eftir
Helga Rósa Másdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, skrifar:
Sameiginleg yfirlýsing formanna Fíh, ASÍ, BHM, BSRB og KÍ um áform ríkisstjórnarinnar um skerðingu á rétt launafólks.
Frétt
Fjárlagafrumvarp endurspeglar ekki stefnu í mönnun heilbrigðisþjónustunnar
Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2026 endurspeglar ekki stefnu stjórnvalda í mönnun heilbrigðisþjónustunnar.
Frétt
Áskorun á stjórnvöld vegna Gaza
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga fordæmir dráp og ofbeldi sem á sér stað á Gaza og ítrekar fordæmingu sína á árásum á saklausa borgara. Félagið hefur sent áskorun á forsætis- og utanríkisráðuneytið þar sem afstöðu Fíh er komið á framfæri.
Frétt
Laun hjúkrunarfræðinga hjá ríki hækka um 1,24%
Laun hjúkrunarfræðinga sem starfa undir kjarasamningi við fjármála- og efnahagsráðuneytið hækka um 1,24% þann 1. september 2025 og koma því til greiðslu 1. október 2025.
Hlaðvarp
Rapportið - Þorgerður Ragnarsdóttir
Gestur Rapportsins er Þorgerður Ragnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Tímarits hjúkrunarfræðinga. Nú eru liðin 100 ár frá því hjúkrunarfræðingar á Íslandi hófu að gefa út tímarit.
Aðild
Sækja um aðild að Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga
Smárabíó býður hjúkrunarfræðingum á fría sýningu á kvikmyndinni Hetja miðvikudagskvöldið 8. október kl. 20:00. Hægt er að bjóða einum gest. Takmarkaður sætafjöldi í boði.
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga tekur þátt í og hefur frumkvæði að umræðu um hjúkrunar og heilbrigðismál með hagsmuni skjólstæðinganna að leiðarljósi.