Hjúkrunarfræði er fag sem er í stöðugri þróun á fræðilegum grunni. Fagdeildir eru félagslegur vettvangur þar sem hjúkrunarfræðingar geta deilt sinni sameiginlegu reynslu, stuðlað að framþróun á sínu sérsviði og aukið þekkingu sína.
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga var stofnað 1919. Félagsfólk er kjarni starfseminnar og eru rúmlega 4.800 alls, þar af tæplega 3.800 starfandi félagar.
Á orlofsvefnum er að finna allar nánari upplýsingar um íbúðir og orlofshús sem eru í boði. Sjóðfélögum býðst einnig afsláttur af m.a. gistingu og flugi með kaupum á gjafakortum.
Tímarit hjúkrunarfræðinga er gefið út þrisvar á ári. Tímaritið er vettvangur fræðilegrar og félagslegrar umfjöllunar um hjúkrun. Í faglega hluta tímaritsins eru birtar margvíslegar greinar sem fjalla um öll svið hjúkrunar.
Upplýsingafundur um framtíð hjúkrunarfræðináms á Íslandi verður haldinn á Grand Hótel, Háteigi og á Teams miðvikudaginn 4. febrúar 2026 kl. 16:30. Takið daginn frá.
Fagmennska og þekking hjúkrunarfræðinga er hjartað í íslensku heilbrigðiskerfi. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga vinnur að framgangi hjúkrunar, faglegri þróun og gætir að réttindum og kjörum hjúkrunarfræðinga.
Hér má nálgast allar tilkynningar, pistla, hlaðvörp og gögn útgefin af félaginu.
Frétt
Gleðilega hátíð
Jóla- og áramótapistill Helgu Rósu Másdóttur, formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Frétt
Opnunartími skrifstofu Fíh
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga óskar hjúkrunarfræðingum og landsmönnum öllum gleðilegrar hátíðar.
Frétt
Námskeið fyrir hjúkrunarfræðinga hjá Endurmenntun HÍ
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga og Endurmenntun HÍ hafa gert samning þar sem félagsfólki Fíh býðst að sækja ýmis námskeið með 85% afslætti.
Frétt
Samstaða með hjúkrunarfræðingum í Bandaríkjunum
Alþjóðaráð hjúkrunarfræðinga (ICN), Evrópusamtök hjúkrunarfræðinga (EFN) og Bandalag hjúkrunarfræðifélaga á Norðurlöndum (NNF) lýsa yfir þungum áhyggjum af fyrirhuguðum breytingum á bandarískum lögum um lánareglum til framhaldsnáms þar í landi og hvaða áhrif þær munu hafa á framhaldsnám í hjúkrunarfræði og framtíð hjúkrunarfræðinnar.
Frétt
Nýr stofnanasamningur við Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Með nýjum stofnanasamningi við Heilbrigðistofnun Vesturlands er starfþróunarkerfi innleitt fyrir hjúkrunarfræðinga á Vesturlandi og er það mikið fagnaðarefni.
Viðtal
Krefjandi verkefni að halda skipinu á floti
Hildur Elísabet Pétursdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á HVest, er leiðtogi í hjúkrun. Texti: Sigríður Elín Ásmundsdóttir. Myndir: Úr einkasafni. Birt í 3. tbl. Tímarits hjúkrunarfræðinga 2025.
Frétt
Desemberuppbót
Desemberuppbót fyrir árið 2025 skal greidd 1. desember og miðast við fullt starf á tímabilinu 1. janúar til 31. október.
Frétt
Fyrsti doktor í hjúkrunarfræði sem útskrifast frá Háskólanum á Akureyri
Akureyri skartaði sínu fegursta þegar Elín Arnardóttir, fyrsti doktor í hjúkrunarfræði útskrifaður frá Háskólanum á Akureyri, varði doktorsritgerð sína við glæsilega og hátíðlega athöfn í hátíðarsal Háskólans föstudaginn 14. nóvember síðastliðinn.
Aðild
Sækja um aðild að Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga tekur þátt í og hefur frumkvæði að umræðu um hjúkrunar og heilbrigðismál með hagsmuni skjólstæðinganna að leiðarljósi.