Um fagdeildina
Svæfingahjúkrun er elsta sérgrein hjúkrunar. Tæknileg færni og umhyggja sameinast í svæfingahjúkrun. Svæfingahjúkrunarfræðingur tekur þátt í að stjórna og stýra svæfingu og deyfingu hjá sjúklingum á öllum aldri og með mismunandi heilbrigðisvandamál.
Svæfingahjúkrunarfræðingar starfa náið með mörgum starfsstéttum og starfssvið þeirra nær til margra deilda. Nánasti samstarfshópur svæfingahjúkrunarfræðinga eru svæfingalæknar, síðan skurðhjúkrunarfræðingar og skurðlæknar. Saman myndar þessi hópur skurðstofuteymi. Fyrst og fremst fer vinnan fram á skurðstofum en einnig á röntgendeild, slysadeild, geðdeild, verkjateymi, hjartadeild, innskrift og hjartaþræðingu svo eitthvað sé nefnt. Unnið er í dagvinnu en síðan eru bakvaktir á öllum öðrum tímum.
Svæfingahjúkrunarfræðingur veitir eða tekur þátt í að veita sjúklingum sem þurfa svæfingu, öndunaraðstoð, endurlífgun og/eða aðra lífsnauðsynlega bráðaaðstoð, sérhæfða hjúkrun og svæfingaþjónustu hvar sem þessarar þjónustu er þörf. Í svæfingahjúkrun mætast náttúruvísindi og atferlisvísindi og þau notuð til að mæta þörfum sjúklinga og fjölskyldna þeirra.
Fagdeild svæfingahjúkrunarfræðinga var stofnuð árið 1970. Hlutverk fagdeildarinnar er að standa vörð um menntun og hagsmuni svæfingahjúkrunarfræðinga og hafa samstarf við svæfingadeildir og félög hérlendis og erlendis. Á 30 ára afmæli sínu lét FS gera einkennismerki svæfingahjúkrunarfræðinga á Íslandi.
Árlega stendur FS fyrir ráðstefnu fyrir svæfingahjúkrunarfræðinga stundum í samstarfi við aðrar fagdeildir.
Stjórn
Formaður
Þórdís Borgþórsdóttir
Anna Reynisdóttir
Erna Björk Þorsteinsdóttir
Lára Borg Ásmundsdóttir
Ólöf Sigurborg Sigurðardóttir
Erlent samstarf
Fagdeild svæfingahjúkrunarfræðinga er aðili að tvennum alþjóðasamtökum:
NOSAM: samtök svæfinga og gjörgæluhjúkrunarfélaga á Norðurlöndum
IFNA (sem stofnfélagi) sem er alþjóðasamband svæfingahjúkrunarfræðinga.
Rannsóknir
Nokkur dæmi um rannsóknir á sviði svæfingahjúkrunar:
This is my child - not just any child: The experience of anaesthesia lived by parents being present during induction of an elective anaesthesia of their children. Ásgeir Valur Snorrason
Áhrif hitataps á svæfingu/skurðaðgerð. Margrét Felixdóttir
Könnun á hitatapi hjá mismunandi aldurshópum á LSH, Hringbraut desember 2000 - mars 2001. Margrét Pálsdóttir og Gísli Vigfússon
Ágrip af sögu svæfingahjúkrunar. Stefán Alfreðsson og Valgerður Grímsdóttir
Könnun á viðhorfum kvenna, sem skyldu fara í keisaraskurð, til fræðsluefnis. Árún K. Sigurðardóttir og Theodóra Gunnarsdóttir
Satisfaction among ambulatory surgery patients in two hospitals in Iceland. Árún K. Sigurðardóttir
Halló; halló ég er hérna: Um meðvitund í svæfingu. Árún K. Sigurðardóttir
"Láttu bara taka það". Upplifun kvenna af legtöku þar sem einungis legið var fjarlægt. Bryndís Þorvaldsdóttir, Margrét Pálsdóttir og Súsanna Davíðsdóttir
Tenglar
Bandaríska svæfingahjúkrunarfélagið
Finnska svæfingahjúkrunarfélagið
Norska svæfingahjúkrunarfélagið
Sænska svæfinga- og gjörgæsluhjúkrunarfélagið
International Federation of Nurse Anesthetists
Góður vefur um svæfingahjúkrun
GasNet Anesthesiology Home Page
Svæfingavefur
Upplýsingavefur til sjúklinga um svæfingar
Upplýsingar um Alþjóðasamband svæfingahjúkrunarfræðinga
Netbók um svæfingar
An Interactive Nursing Web
Hjúkrunarvefur