Kosningar
Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga verður kosinn í rafrænni atkvæðagreiðslu sem hefst föstudaginn 28. febrúar næstkomandi kl. 12:00 og lýkur þriðjudaginn 4. mars kl. 12:00.
Hjúkrunarfræðingar sem eru með fulla aðild, fagaðild og lífeyrisaðild hafa atkvæðisrétt í formannskosningum. Atkvæðagreiðslan verður rafræn og kjörseðill aðgengilegur í gegnum Mínar síður.
Ef einn frambjóðandi nær ekki meira en 50% atkvæða þá verður farið í aðra umferð kosninga milli þeirra tveggja sem hljóta flest atkvæði.
Frambjóðendur

Helga Rósa Másdóttir

Hulda Björg Óladóttir

Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen
Kynningarfundur 20. febrúar
Fimmtudaginn 20. febrúar var haldinn kynningarfundur á Grand Hótel Reykjavík þar sem frambjóðendur svöruðu spurningum frá hjúkrunarfræðingum. Fundurinn var tekinn upp og er hann aðgengilegur á Mínum síðum fram yfir kosningar.
Spurt og svarað
Allir hjúkrunarfræðingar sem eru með fulla aðild, fagaðild og lífeyrisaðild geta kosið formann. Kjörskrá miðast við félagatal í byrjun næstliðins mánaðar er atkvæðagreiðsla fer fram, það er 1. janúar 2025.
Kosningin er rafræn og fer fram í gegnum Mínar síður. Kosningin stendur yfir milli kl. 12:00 föstudaginn 28. febrúar og lýkur kl. 12:00 þriðjudaginn 4. mars. Á þeim tíma má finna hlekk á kjörseðilinn efst á Mínum síðum. Einungis hjúkrunarfræðingar sem eru á kjörskrá geta fengið kjörseðil.
Fulla aðild hafa hjúkrunarfræðingar sem hafa sótt um í félagið með því að senda inn leyfisbréf frá Embætti landlæknis auk þess sem atvinnurekandi greiðir tilskilin gjöld í sjóði félagsins.
Já, ef þú ert með fulla aðild, fagaðild eða lífeyrisaðild og greidd eru tilskilin gjöld í sjóði félagsins.
Ef þú ert með fulla aðild, fagaðild eða lífeyrisaðild en færð ekki kjörseðil milli 28. febrúar kl. 12:00 og 4. mars kl. 12:00 þá getur þú haft samband við kjörnefnd Fíh á netfangið [email protected].