Fara á efnissvæði

Formannskjör 2025

Kosningar um formann Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga hefjast föstudaginn 28. febrúar kl. 12:00 og lýkur þriðjudaginn 4. mars kl. 12:00.

Kosningar

Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga verður kosinn í rafrænni atkvæðagreiðslu sem hefst föstudaginn 28. febrúar næstkomandi kl. 12:00 og lýkur þriðjudaginn 4. mars kl. 12:00.

Hjúkrunarfræðingar sem eru með fulla aðild, fagaðild og lífeyrisaðild hafa atkvæðisrétt í formannskosningum. Atkvæðagreiðslan verður rafræn og kjörseðill aðgengilegur í gegnum Mínar síður.

Ef einn frambjóðandi nær ekki meira en 50% atkvæða þá verður farið í aðra umferð kosninga milli þeirra tveggja sem hljóta flest atkvæði.

Frambjóðendur

Helga Rósa Másdóttir

Hulda Björg Óladóttir

Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen

Hleðsla

Kynningarfundur 20. febrúar

Fimmtudaginn 20. febrúar var haldinn kynningarfundur á Grand Hótel Reykjavík þar sem frambjóðendur svöruðu spurningum frá hjúkrunarfræðingum. Fundurinn var tekinn upp og er hann aðgengilegur á Mínum síðum fram yfir kosningar.

Spurt og svarað