Fara á efnissvæði
Frétt

Þétt fundað í kjaraviðræðum

Viðræður hjúkrunarfræðinga um gerð kjarasamninga halda áfram.

Þétt fundarröð er í viðræðum samninganefndar Fíh við samninganefnd ríkisins. Ágætar viðræður hafa átt sér stað við ríkið á undanförnum dögum þar sem aðilar hafa þokast nær hvor öðrum.

Í vikunni verður einnig fundað með samninganefndum Reykjavíkurborgar og Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu.

Markmið samninganefndar Fíh er að ná góðri niðurstöðu um kjarasamninga til fjögurra ára. Trúnaður ríkir um innihald samningaviðræðna á meðan þeim stendur.

Hjúkrunarfræðingar eru hvattir til að fylgjast með á þessum vettvangi eða á samfélagsmiðlum Fíh þar sem staðan getur breyst hratt.