Kynningum er lokið á nýjum kjarasamningi Fíh við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu.
Atkvæðagreiðslu um kjarasamninginn við Reykjavíkurborg lýkur föstudaginn 13. desember kl. 12:00.
Hægt er að nálgast kynningarefni, kjarasamninginn og kjörseðil fyrir kjarasamningana á Mínum síðum.
Samningurinn tekur gildi ef hann er samþykktur með meirihluta atkvæða. Á kjörskrá eru hjúkrunarfræðingar sem starfa undir kjarasamningi við SFV og eru með fulla aðild að félaginu, aðrir fá ekki kjörseðil.
Ef þú færð ekki kjörseðil en telur þig eiga rétt á því að taka þátt í atkvæðagreiðslunni þá er hægt að hafa samband við kjara- og réttindasvið Fíh, [email protected].