Stjórn Styrktarsjóðs Fíh og stjórn Fíh hafa samþykkt breytingar á úthlutunarreglum sjóðsins sem fela í sér að frá og með 1. janúar 2025 hækkar árlegur styrkur fyrir heilsurækt, endurhæfingu og/eða heilbrigðiskostnað úr 60.000 kr. í 75.000 kr. Þá verða dagpeningar vegna ólaunaðrar fjarveru frá vinnu greiddir að hámarki í þrjá mánuði í stað fjögurra.
Styrktarsjóður Fíh er fyrir hjúkrunarfræðinga sem starfa á opinberum markaði, hjá ríki, SFV, eða sveitarfélögum. Sótt er um styrk og dagpeninga á Mínum síðum.