Fara á efnissvæði
Frétt

Viðamiklar endurbætur á orlofshúsum á Suðurlandi

Orlofsnefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga réðist í viðamiklar umbætur á orlofshúsnæði hjúkrunarfræðinga á Suðurlandi núna í vor.

Orlofsnefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga réðist í viðamiklar umbætur á orlofshúsnæði hjúkrunarfræðinga á Suðurlandi núna í vor. Farið var í endurbætur á Lokastíg 3 í janúar, í maí var svo farið í endurbætur á Lokastíg 1, Lokastíg 4 og í húsi Fíh við Úlfljótsvatn. Áætlað er að fara í frekari framkvæmdir við Lokastíg 4 snemma á næsta ári.

Úlfljótsvatn

Farið var í allsherjarendurbætur á húsbúnaði í orlofshúsnæðinu við Úlfljótsvatn. Settur var nýr vaskur á salerni og gert við eldhúsborðplötu.

Til vinstri má sjá hvernig stofan leit út fyrir breytingar, til hægri má sjá hvernig stofan leit út eftir breytingar.
Snjallsjónvarp er nauðsynlegt til að hægt sé að horfa á Netflix og aðrar streymisveitur.
Farið var í margar verslunarferðir og bílar fylltir með búnaði. Nefndarmenn fóru vandlega yfir hvern krók og kima.

Lokastígur 3

Á Lokastíg 3 var skipt um borðplötu í eldhúsi, settar nýjar veggflísar og húsbúnaði skipt út. Nánast öllum húsgögnum var skipt út og skrúfaði orlofsnefndin saman ótal stóla og skápa ásamt því að fara í vandlega útlitsbreytingu. Þá var sjónvarpið var uppfært í snjallsjónvarp.

Fyrir og eftir, stofan á Lokastíg 3.
Orlofsnefndin skrúfaði og skrúfaði.
Fyrir og eftir.

Lokastígur 4

Rýmið sem leiðir út í heita pottinn á Lokastíg 4 var tekið í gegn, þar var áður frumstæð sturta og þvottahúsvaskur, nokkuð var um rakaskemmdir. Ásamt útlitsbreytingu er þar komið salerni, sturta, handlaug og þvottavél. Í maí var gerð uppfærsla á afþreyingarkerfi hússins og borið á pallinn. Snemma á næsta ári stendur til að fara í endurbætur á gólfefni, eldhúsinnréttingu og húsbúnaði.

Rýmið að pottinum á Lokastíg 4, fyrir og eftir.

Lokastígur 1

Viðamestu breytingarnar í ár voru gerðar á orlofshúsnæðinu Lokastíg 1, húsið var tekið úr leigu í maímánuði á meðan skipt var um parket, eldhúsinnréttingu og bústaðurinn málaður að innan. Með nýjum húsbúnaði má segja að Lokastígur 1 sé nánast óþekkjanlegur frá því sem áður var.

Fyrir og eftir, stofan á Lokastíg 1.
Fyrir og eftir, eldhúsið.
Orlofsnefndin að störfum á Lokastíg 1.

Um tíma var bílaplanið fullt á meðan nefndin, smiður, málari og rafvirki voru að störfum. Sökum tímaramma náðist ekki að fara í endurbætur á baðherbergi og gestahúsinu en það stendur til á næsta ári.

Var því við hæfi að skilja eftir skilaboð og freyðivín fyrir fyrstu gesti Lokastígs 1 eftir endurbæturnar.

Rafmagnshleðslustöðvar eru nú komnar við bústaðina þrjá við Lokastíg.

Þrír meðlimir í orlofsnefnd halda áfram störfum:

Ása María Guðjónsdóttir, Heiða Björk Gunnlaugsdóttir og Inga Valborg Ólafsdóttir

Tveir eru að ljúka störfum:

Lovísa Agnes Jónsdóttir og Sigurður Ýmir Sigurjónsson

Í haust koma inn tveir nýir meðlimir:

Guðrún Bragadóttir og Margrét Halldórsdóttir