Fara á efnissvæði
Frétt

Forgangsopnun orlofsvefs fyrir sumarið 2025

Forgangsopnun bókana orlofshúsa í sumar hefst þriðjudaginn 11. mars næstkomandi.

Forgangsopnun orlofsvefs fyrir sumarið 2025 fer fram frá þriðjudeginum 11. mars til fimmtudagsins 13. mars. Opnun fyrir bókanir á orlofstímabilinu er háð punktainneign sjóðfélaga. Búið er að lesa inn punkta frá árinu 2024. Hver sjóðfélagi, sem ekki hefur leigt orlofshús síðastliðin tvö sumur, getur að hámarki bókað eina viku á orlofstímabilinu júní til ágústloka. Forgangsopnunin opnar kl. 10 eftirfarandi daga:

Þriðjudaginn 11. mars

112 punkta og fleiri og hafa ekki leigt orlofshús síðastliðin 2 ár, geta bókað og greitt

Miðvikudaginn 12. mars

82 punkta og fleiri og hafa ekki leigt orlofshús síðastliðin 2 ár, geta bókað og greitt

Fimmtudaginn 13. mars

15 punkta og fleiri og hafa ekki leigt orlofshús síðastliðin 2 ár, geta bókað og greitt

Sumarbókanir gilda ekki um íbúðirnar á Klapparstíg og Sóltúni í Reykjavík, eða Furulund á Akureyri. Þær íbúðir fylgja áfram hefðbundinni opnun orlofsvefs fyrsta hvers mánaðar og 15. hvers mánaðar fyrir þá sjóðfélaga sem eiga lögheimili utan þess sveitarfélags.

Almenn opnun fyrir bókanir í orlofshús sumarið 2025 verður svo þriðjudaginn 1. apríl 2025. Þá geta allir sjóðfélagar, sem eiga til þess punkta, leigt orlofshúsnæði.

Líkt og fyrri ár fer punktainnlestur fram í lok febrúar. Hægt er að skoða punktastöðu inni á orlofsvefnum, undir Um mig.

Fleiri gjafabréf Icelandair fara í sölu 3. mars og svo aftur 11. mars þegar forgangsopnun hefst.

Verð

Spánn

Maddame Butterfly - Vikuleiga kr. 69.500



Reykjavík

Sóltún 9 - Helgarleiga kr. 18.500. Ein nótt kr. 6.200

Klapparstígur 1 og 3 - Helgarleiga kr. 16.500. Ein nótt kr. 5.500



Vesturland

Húsafell, Brekkuskógur 3 - Vikuleiga kr. 59.500. Helgarleiga kr. 25.500. Ein nótt kr. 8.500

Munaðarnes - Vikuleiga kr. 59.500. Helgarleiga kr. 25.500. Ein nótt kr. 8.500

Hallveigartröð 12, 320 Reykholt - Vikuleiga kr. 64.000



Vestfirðir

Flókalundur - Vikuleiga kr. 45.000



Norðurland

Hrímland 12 - Vikuleiga kr. 63.000 (hættir leigu maí 2025)

Hyrnuland 10 og 12 - Vikuleiga kr. 64.000

Silva nr.4 Syðra-Laugaland efra - Vikuleiga kr. 49.500

Silva nr.3 Syðra-Laugaland efra - Vikuleiga kr. 45.500



Austurland

Hrafnabjörg III - Vikuleiga kr. 49.500

Úlfsstaðaskógur 4 - Vikuleiga kr. 59.500

Úlfsstaðaskógur 25 - Vikuleiga kr. 45.500



Suðurland

Grímsnes, Lokastígur 1 - Vikuleiga kr. 59.500. Helgarleiga kr. 25.500. Ein nótt kr. 8.500

Grímsnes, Lokastígur 3 - Vikuleiga kr. 59.500. Helgarleiga kr. 25.500. Ein nótt kr. 8.500

Algengar ástæður fyrir því að ekki tekst að bóka

  • Punktainneign er ekki næg
  • Atvinnurekandi greiðir ekki í orlofssjóð
  • Sjóðfélagi er með fagaðild að Fíh en ekki greitt árgjald
  • Sjóðfélagi leigði orlofshúsnæði sumarið 2023 eða 2024
  • Nýtt kort hefur ekki verið virkjað, nota þarf kortið í posa minnst einu sinni áður en það er notað til að panta á vefnum
  • Ekki er næg inneign á kortinu