Ekki hefur verið unnt að greiða hjúkrunarfræðingum út úr A-hluta vísindasjóðs fyrir árið 2024 þar sem leiðréttingar frá launagreiðendum hafa ekki skilað sér að fullu eftir að framlag í vísindasjóð breyttist við gerð nýrra kjarasamninga. Síðustu ár hefur verið greitt úr sjóðnum í lok febrúarmánuðar en vegna stöðunnar dragast greiðslurnar fram í apríl.
Forsendur fyrir greiðslu úr sjóðnum eru réttar persónu- og bankaupplýsingar. Hjúkrunarfræðingar eru hvattir til að fara inn á Mínar síður, smella á Mínar upplýsingar efst í hægra horninu og tryggja að allar upplýsingar séu réttar svo hægt verði að greiða þeim úr sjóðnum.