Fara á efnissvæði
Frétt

Greitt úr Starfsmenntunarsjóði 20. ágúst

Greiðslur úr Starfsmenntunarsjóði berast umsækjendum þriðjudaginn 20. ágúst.

Starfsmenntunarsjóður Fíh veitir hjúkrunarfræðingum styrki vegna náms, námskeiða og ráðstefna, auk tilkostnaðar. Í stjórn Starfsmenntunarsjóðs sitja tveir fulltrúar Fíh, einn frá Reykjavíkurborg og einn frá fjármálaráðuneytinu.

Að jafnaði er greitt úr sjóðnum 15.-17. hvers mánaðar, fyrir utan júlí. Af óviðráðanlegum aðstæðum getur stjórn sjóðsins ekki komið saman fyrr en í næstu viku til að skera úr um vafaatriði við umsóknir. Greiðslur úr Starfsmenntunarsjóði munu því berast umsækjendum þriðjudaginn 20. ágúst.