Helga Bragadóttir, deildarforseti Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideildar, og Jón Atli Benediktsson rektor héldu erindi þar sem farið var yfir þær gríðarlegu breytingar sem hafa átt sér stað í hjúkrunarfræði á þessum tíma. Sóley Bender, prófessor emerita, var í hópnum sem hóf nám árið 1973 og fór hún yfir tilurð námsbrautarinnar. Þá hélt Anna Stefánsdóttir, heiðursdoktor í hjúkrunarfræði, erindi um tilgang hjúkrunar í háskóla og framtíðina.
Veittur var styrkur úr Rannsóknasjóði Ingibjargar R. Magnúsdóttur við Háskóla Íslands af þessu tilefni.
Þrír doktorsnemar við Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild, þær Edythe Laquindanum Mangindin, Guðbjörg Pálsdóttir og Hrönn Birgisdóttir, hlutu styrk.
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga óskar starfsfólki Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideildar, sem og öllum hjúkrunarfræðingum, til hamingju með þessi tímamót.







