Fara á efnissvæði
Frétt

Hlé á kjaraviðræðum fram í ágúst

Viðræður um gerð kjarasamninga við ríkið, Reykjavíkurborg og Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu hafa gengið ágætlega. Viðræður halda áfram um miðjan ágúst.

Samninganefnd Fíh hefur fundað reglulega með samninganefndum ríkisins, Reykjavíkurborgar og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. Þá hefur einnig verið tekin staðan við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Kjaraviðræður hafa gengið ágætlega. Húsnæði ríkissáttasemjara hefur verið lokað í júlímánuði vegna sumarfría og hefjast fundir þar að nýju 19. ágúst en þrátt fyrir það hafa samninganefndir fundað bæði í húsnæði Fíh og viðsemjenda. Haldnir hafa verið formlegir fundir og en einnig unnið í undirhópum að sérmálum hjúkrunarfræðinga.

Skrifstofa Fíh er lokuð frá 12. júlí til 6. ágúst en strax að loknu sumarleyfi hefst vinna við kjaraviðræður að nýju.