Á samningafundum Fíh með ríkinu og Reykjavíkurborg hefur náðst samstaða um talsvert af þeim atriðum sem félagið lagði áherslu á í sínum kröfugerðum. Kröfugerðir sem voru unnar út frá viðhorfskönnunum og samtölum við hjúkrunarfræðinga. Þar kom fram rík áhersla á virðismat starfa hjúkrunarfræðinga með hliðsjón af störfum annarra háskólamenntaðra sérfræðinga en að einnig verði gætt jafnræðis sem snýr að ýmsum réttindamálum.
Áfram eru fyrirhugaðir fundir með það að markmiði að ná sem fyrst góðri niðurstöðu fyrir hjúkrunarfræðinga um nýjan kjarasamning til fjögurra ára.