Fara á efnissvæði
Frétt

Könnun á þekkingu og viðhorfi til einstaklinga með HIV

Heilbrigðisstarfsfólki býðst að taka þátt í könnun á þekkingu og viðhorfi heilbrigðisstarfsfólks til einstaklinga með HIV. Öllu starfsfólki 18 ára og eldra, sem starfar í heilbrigðisþjónustu, bæði í klínískri vinnu og annarri þjónustu, er boðið að taka þátt.

Könnunin er á vegum Sóttvarnastofnunar Evrópusambandsins (ECDC) og European AIDS Clinical Society (EACS). Svörin munu hjálpa til við að greina hvar er hægt að gera betur. Markmið könnunarinnar er að draga úr neikvæðum viðhorfum gagnvart HIV í heilbrigðisþjónustu.

Sóttvarnalæknir hefur tekið að sér, fyrir hönd ECDC og EACS, að koma könnuninni á framfæri við heilbrigðisstarfsfólk á Íslandi. Svörin eru algjörlega ópersónugreinanleg og ekki verður hægt að rekja svör til baka til þín. Eftir samantekt og úrvinnslu mun ECDC birta niðurstöðurnar opinberlega.

Það tekur um 10 mínútur að svara könnuninni og hægt er að velja það tungumál sem hentar best, þar á meðal á íslensku.

Athugið að að könnunin er nafnlaus og þegar hún hefur verið opnuð þarf þess vegna að svara henni í einni lotu. Hægt er að sleppa þeim spurningum sem þú kýst að svara ekki.