Hver sjóðfélagi ávinnur sér 1 punkt fyrir hvern unninn mánuð. Uppfærsla á orlofspunktum fer fram í lok febrúar ár hvert í samræmi við skilagreinar frá vinnuveitanda fyrir árið á undan. Fjöldi punkta stýrir því hverjir eru í forgangi til bókunar á orlofshúsnæði hverju sinni, og þeir ganga fyrir sem flesta punkta eiga.
Við innlestur punkta í mars 2025 fyrir síðasta ár kom í ljós misræmi þar sem nokkur dæmi eru um að sumir sjóðfélagar hafi fengið of fáa punkta og aðrir fleiri. Unnið er að lagfæringu og verður punktastaða í samræmi við skilagreinar samkvæmt starfsreglum orlofsssjóðs. Punktastöðu má skoða inni á orlofsvef.