Kjörnefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur fengið upplýsingar um mistök við útsendingu streymis af kynningarfundi formannsframbjóðenda sem haldinn var 20. febrúar síðastliðinn, sömu mistök áttu við um myndbandsupptöku af fundinum. Mistökin fela í sér að ekki allir frambjóðendur voru sýnilegir í mynd, eru frambjóðendur beðnir innilegrar velvirðingar á þessum mistökum.
Fyrir þær sakir er upptakan af fundinum, sem finna má á Mínum síðum, aðeins í boði sem hljóðskrá.
Kjörnefnd hvetur félagsmenn að kynna sér hljóðupptökuina á fundinum og jafnframt að skoða frekara kynningarefni á frambjóðendum á vefsíðu Fíh.