Atkvæðagreiðsla vegna formannskjörs Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) árið 2025 fór fram dagana 28. febrúar kl. 12:00 til 4. mars kl. 12:00. Á kjörskrá voru 4.868, eða þeir hjúkrunarfræðingar sem eru með fulla aðild, fagaðild og lífeyrisaðild að félaginu. Alls tóku 56,88% félagsfólks þátt í atkvæðagreiðslunni.
Niðurstaðan er:
Helga Rósa Másdóttir
63,85%
Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen
20,55%
Hulda Björg Óladóttir
14,70%
Auðir/Ógildir
0,90%
Helga Rósa Másdóttir hlaut meira en helming atkvæða og er því réttkjörinn formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga samkvæmt 10. gr. laga félagsins. Helga Rósa tekur við sem formaður á aðalfundi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga 15. maí næstkomandi.