Fara á efnissvæði
Frétt

Opið fyrir umsóknir í B-hluta Vísindasjóðs

Opið er fyrir umsóknir í B-hluta Vísindasjóðs. Umsóknir skulu berast rafrænt á þar til gerðu eyðublaði ásamt fylgiskjölum á netfangið [email protected] fyrir miðnætti 15. mars.

Stjórn Vísindasjóðs auglýsir eftir umsóknum úr B-hluta sjóðsins. Umsóknir skulu berast rafrænt á þar til gerðu eyðublaði ásamt fylgiskjölum á netfangið [email protected] fyrir miðnætti laugardaginn 15. mars.

Markmið sjóðsins er að stuðla að aukinni fræðimennsku í hjúkrun með því að styrkja rannsóknir og fræðiskrif hjúkrunarfræðinga. Aðild að sjóðnum eiga allir þeir hjúkrunarfræðingar sem eru félagsmenn í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga og launagreiðendur hafa greitt fyrir í Vísindasjóð á árinu 2024.

Hér er umsóknareyðublað og leiðbeiningarmyndband. Nánari upplýsingar er að finna á vefsvæði Vísindasjóðs.

Námskeið: Umsóknir í B-hluta Vísindasjóðs Fíh

Langar þig að auka líkurnar á styrkveitingu? Komdu á hagnýtt námskeið þar sem farið verður yfir hvernig gera á vandaða umsókn í B-hluta Vísindasjóðs Fíh. Umsækjendum er bent á að vönduð umsókn eykur líkur á styrkveitingu.

Miðvikudaginn 26. febrúar Námskeið og ráðgjöf á staðnum fyrir umsóknir í vinnslu

Miðvikudaginn 5. mars Fjarnámskeið og ráðgjöf á staðnum fyrir umsóknir í vinnslu