Skrifstofa Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga lokar föstudaginn 20. desember kl. 12:00 og verður lokuð milli jóla og nýárs.
Skrifstofan opnar aftur fimmtudaginn 2. janúar 2025 kl. 10:00. Vegna viðgerða verður húsnæði Fíh á Suðurlandsbraut 22 lokað fimmtudaginn 2. janúar og föstudaginn 3. janúar, verður erindum sinnt í gegnum síma og tölvupóst, [email protected].
Bókanir orlofshúsa í apríl opna föstudaginn 3. janúar kl. 9:00 og þá fara einnig í sölu gjafabréf Icelandair. Áfram er hægt að bóka og afbóka orlofshús í gegnum Orlofsvefinn.
Sé um mjög brýnt erindi að ræða má hafa samband við formann félagsins í síma 824 5283.