Orlofshúsin í Hyrnulandi 10 og 12 í Hlíðarfjalli fyrir ofan Akureyri eru nú tilbúin. Þau fara í útleigu frá og með fimmtudeginum 11. apríl og út maí. Þegar hefur verið opnað fyrir bókanir í orlofshúsin í sumar.
Húsin tvö eru bæði 109 fermetrar með rúmstæði fyrir sex, heitum potti og fallegu útsýni.

Hlíðarfjall hefur verið vinsæll áfangastaður allt árið og því mikil ánægja að gefa fleirum tækifæri á að heimsækja Norðurland, hvort sem það er til að fara á skíði yfir vetrartímann, fjallahjól yfir sumartímann eða bara til að hlaða batteríin.



Nánari upplýsingar um orlofshúsin ásamt fleiri myndum má finna á nýjum orlofsvef Fíh.

