Fara á efnissvæði
Frétt

Óskað er eftir tilnefningum fyrir hvatningarstyrki

Veist þú um framúrskarandi hjúkrunarfræðing sem hefur haft áhrif á þróun hjúkrunar eða heilbrigðisþjónustu á Íslandi? Tilnefningafrestur er til 17. apríl.

Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur ákveðið að veita hvatningarstyrki að upphæð 500.000 kr til framúrskarandi hjúkrunarfræðinga sem hafa haft áhrif á þróun hjúkrunar eða heilbrigðisþjónustu á Íslandi.

Markmiðið er að styðja við hjúkrunarfræðinga sem hafa á einhvern hátt skarað fram úr á sínu sviði. Viðurkenningin byggir á gildum Fíh, ábyrgð, áræðni, árangur og horfa skal til þátta sem lúta að klínískri færni, stjórnun, kennslu, rannsóknum og nýsköpun í hjúkrun.

Styrkjunum er ætlað að styðja hjúkrunarfræðinga til að afla sér frekari þekkingar og/eða þjálfunar sem nýtist þeim til að þróa enn frekar sín verkefni sem tengjast hjúkrun og þeir eru í forsvari fyrir eða leiða. Þessir hvatningarstyrkir eru veittir einstaklingum en ekki fyrir verkefni eða rannsóknir sem eru fjármagnaðar að hluta eða fullu annars staðar.

Allir félagar í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga geta tilnefnt hjúkrunarfræðinga sem falla undir ofantalin viðmið með rökstuðningi fyrir framúrskarandi hæfni og færni viðkomandi.

Tilnefningum ber að skila inn fyrir föstudaginn 17. apríl og senda á formann Fíh, [email protected].