Barnalæknarnir Jóhanna Guðrún Pétursdóttir, Helga Elídóttir og Berglind Jónsdóttir lýstu því nýlega yfir hvernig þær sóttu upplýsingar um laun til síns vinnuveitanda og flettu ofan af kynbundnum launamun á Barnaspítalanum.
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga í samstarfi við Lyfjafræðingafélag Íslands bauð upp á Teams fund fyrir þá sem vildu skyggnast inn í þeirra reynslu af því að óska eftir upplýsingum og hvernig ferlið var. Upptaka af fundinum er nú aðgengileg á Mínum síðum, undir Rafræn fræðsla.