Sigurður Ýmir hefur haldið erindi fyrir heilbrigðisstarfsfólk um réttu tækin og tólin til að sinna hópnum sem best, þar á meðal á ráðstefnunni Hjúkrun 2023 í haust.
Í siðareglum hjúkrunarfræðinga segir meðal annars að hjúkrað skuli af virðingu fyrir einstaklingum og fara ekki í manngreinarálit. Þar segir einnig að byggja skuli faglega þekkingu á bestu vitneskju hvers tíma.
Erindi Sigurðar Ýmis á Hjúkrun 2023 vakti mikla athygli en þar fjallaði hann um þá heilsubresti og hindranir sem hinsegin einstaklingar þurfa að takast á við í íslensku heilbrigðiskerfi. Fíh hefur ákveðið að fá hann til að vera með fræðslu um þessi mál fyrir hjúkrunarfræðinga.
Fræðslan verður auglýst þegar nær dregur.