Skrifstofa Fíh lokar frá föstudeginum 14. júlí til þriðjudagsins 8. ágúst vegna sumarleyfa. Því miður er ekki hægt að nálgast Menningarkortið og Hey Iceland gistigjafabréfin á meðan skrifstofa Fíh er lokuð. Að sama skapi er ekki hægt að afbóka orlofshús á meðan skrifstofan er lokuð.
Félagsfólk sem hefur þegar bókað orlofshús getur nálgast nánari upplýsingar um bókunina á orlofsvef Fíh, undir nafninu þeirra efst í hægra horninu, velja Viðskipti, Bókanir og Nánar. Þar er hægt að nálgast upplýsingar um aðgengi að lyklaboxi, leigusamning o.fl.
Varðandi áríðandi erindi má hafa samband við formann Fíh, Guðbjörgu Pálsdóttur í gegnum netfangið [email protected].