Fara á efnissvæði
Frétt

Sleppa á öllu heilbrigðisstarfsfólki án tafar

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga ítrekar fordæmingu sína á ofbeldinu á Gaza og krefst þess að stríðandi fylkingar virði störf heilbrigðisstarfsfólks.

Fíh tekur undir með hvatningu framkvæmdastjóra Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar og Læknafélags Íslands um að sleppa eigi öllu heilbrigðisstarfsfólki sem er í haldi tafarlaust, þar á meðal Hussam Abu Safyiam, forstjóra Kamal Adwan sjúkrahússins á Gaza. Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum hafa um þúsund heilbrigðisstarfsmenn látið lífið á Gaza frá því átökin hófust í október 2023 og mikill fjöldi til viðbótar verið handtekinn.

Fylgja þarf alþjóðalögum sem kveða á um að heilbrigðisþjónusta, heilbrigðisstarfsfólk eða almennir borgarar séu aldrei skotmörk í átökum. Nauðsynlegt er að koma á friði án tafar og tryggja öllum aðgang að heilbrigðisþjónustu.