Fara á efnissvæði
Frétt

Spennandi starf í boði hjá ICN

Alþjóðaráð hjúkrunarfræðinga (ICN) auglýsir stöðu forstöðumanns hjúkrunar og reglugerða. Umsóknarfrestur er til 30. apríl.

Alþjóðaráð hjúkrunarfræðinga (ICN) leitar að hæfum og reyndum einstaklingi til að gegna hlutverki forstöðumanns hjúkrunar og reglugerða. Þetta hlutverk snýst um að efla alþjóðlega staðla og stefnumótun fyrir hjúkrun, með áherslu á sérhæfða hjúkrun og nýstárlegar meðferðarleiðir. Sá sem fær starfið mun þróa faglega staðla, tryggja að þeir séu í samræmi við lög og siðareglur, og beita sér fyrir framþróun hjúkrunar í þágu öruggrar, skilvirkrar og réttlátrar umönnunar, samhliða stuðningi við faglegan vöxt.

Starfið er staðsett í Genf í Sviss en í auglýsingunni er einnig boðið upp á fjarvinnu.

Óskað er eftir hjúkrunarfræðingi með meistaragráðu og þriggja ára reynslu af stefnumótun og leiðtogastörfum innan hjúkrunar.