Unnið er að því að breyta reglum starfsmenntunarsjóðs í samræmi við bókanir nýgerðra kjarasamninga við ríki, Reykjavíkurborg, Samband íslenskra sveitarfélaga og Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu. Líkt og kveðið er á um í bókunum samninganna verður reglunum breytt fyrir 1. mars næstkomandi. Verða nýju reglurnar kynntar félagsfólki fyrir þann tíma, þar á meðal í næsta tölublaði Tímarits hjúkrunarfræðinga.
Í nýgerðum kjarasamningum var gerð breyting á framlagi launagreiðanda í starfsmenntunarsjóð. Það kemur fram í bókun 6 í kjarasamningum við ríki og Reykjavíkurborg, bókun 8 við SFV og bókun 11 við Samband íslenskra sveitarfélaga.
Í bókununum kemur fram að samningsaðilar eru sammála um mikilvægi þess að tryggja sem best skilvirka nýtingu Starfsmenntunarsjóðs Fíh þannig að réttindi og greiðslur úr sjóðnum til hjúkrunarfræðinga taki mið af heildarumgjörð fræðslumála sem mælt er um í kjarasamningi aðila. Nánari útfærslur má sjá í samningunum hér fyrir neðan.