Samninganefndir Fíh héldu áfram að funda með viðsemjendum sínum í þessari viku, annars vegar með samninganefnd ríkisins og hins vegar samninganefnd Reykjavíkurborgar. Áfram er stefnt að því að semja til fjögurra ára.
Unnið var í hinum ýmsu undirhópum varðandi einstaka atriði í samningunum auk vinnufunda. Þá hafa samninganefndir fundað með bæði trúnaðarmannaráði Fíh og stjórn.