Aðalfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga verður haldinn 16. maí 2024 á Grand Hótel Reykjavík, Gullteig, milli kl. 17:00 og 19:30. Boðið verður upp á streymi af aðalfundinum og rafrænar kosningar líkt og síðustu ár fyrir þá sem ekki eiga heimangengt.
Allar tillögur til lagabreytinga og önnur mál sem félagsfólk óskar eftir að tekin verða fyrir á aðalfundi, þurfa að berast stjórn félagsins fyrir miðnætti fimmtudaginn 18. apríl og sendist á netfangið [email protected].
Allt félagsfólk hafa rétt til setu á aðalfundi. Atkvæðisrétt hefur félagsfólk með fulla aðild, fagaðild og lífeyrisaðild sem skrá sig til þátttöku á fundinn. Aðrir hafa þar ekki atkvæðisrétt.
Opnað verður fyrir skráningu þegar nær dregur fundinum. Boðið verður upp á streymi af aðalfundinum og rafrænar kosningar líkt og í fyrra fyrir þá sem ekki eiga heimangengt.