Umsögn um tillögu til þingsályktunar um sérstaka þróunaráætlun og tilraunaverkefni fyrir ræktun lyfjahamps og notkun kannabislyfja í lækningaskyni þingskjal 1010- 596. mál.
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) er mótfallið því að settur verður á fót starfshópur sem hefur það hlutverk að útbúa frumvarp sem heimili fyrirtækjum að sækja um leyfi fyrir ræktun lyfjahamps til kannabisræktunar og til framleiðslu og dreifingar á kannabislyfjum í lækningarskyni. Lögleg notkun lyfjahamps á Íslandi er forsenda þess að gefið verði leyfi fyrir ræktun í landinu. Félagið vísar því í umsögn sína um tillögu til þingsályktunar um notkun og ræktun lyfjahamps, þingskjal 18 – 18. mál sem var dagsett 7. mars 2018 og umsögn um tillögu til þingsályktunar um notkun og ræktun lyfjahamps, þingskjal 49 – 49. mál sem var dagsett 20. nóvember 2018.
Til eru fáar vandaðar rannsóknir er sýna fram á gagnsemi lyfjahamps við þeim kvillum sem haldið er fram að lyfið virki á. Vandaðar rannsóknir hafa ekki sýnt fram á mikinn ávinning fyrir krabbameinssjúklinga. Þá getur lyfið haft margvíslegar alvarlegar aukaverkanir líkt og önnur lyf. Ekki er t.d. minnst á kannabis í klínískum leiðbeiningum Landspítala um líknarmeðferð. Því styður Fíh ekki tilraunina um ræktun lyfjahamps í lækningarskyni á Íslandi.

Umsögn um tillögu um sérstaka þróunaráætlun og tilraunaverkefni fyrir ræktun lyfjahamps og notkun kannabislyfja í lækningaskyni
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) er mótfallið því að settur verður á fót starfshópur sem hefur það hlutverk að útbúa frumvarp sem heimili fyrirtækjum að sækja um leyfi fyrir ræktun lyfjahamps til kannabisræktunar og til framleiðslu og dreifingar á kannabislyfjum í lækningarskyni.