Hjúkrunarþing 2024 var haldið 3. október síðastliðinn, málefnið var dánaraðstoð frá ýmsum sjónarhornum. Fjölmörg erindi voru haldin um þetta mikilvæga málefni, þar á meðal var íslenskt heilbrigisstarfsfólk sem hefur unnið við að veita dánaraðstoð erlendis.
Erindin má nú finna á Mínum síðum, undir Hjúkrun við lok lífs, þar geta allir hjúkrunarfræðingar horft á þau í heild.
Á Mínum síðum er einnig að finna hlekk þar sem hjúkrunarfræðingar geta sent inn sitt álit um hver sýn Fíh á að vera til dánaraðstoðar, tekið er við svörum til 15. nóvember.
Erindin
- Siðfræði dánaraðstoðar Henry Alexander Henrysson
- Siðareglur Fíh og dánaraðstoð Siðanefnd Fíh
- Dánaraðstoð og líknarhjúkrun Katrín Edda Snjólaugsdóttir
- Læknar og dánaraðstoð Steinunn Þórðardóttir og Ögmundur Bjarnason
- Lífsvirðing Ingrid Kuhlman
- Kraftur og dánaraðstoð Hulda Hjálmarsdóttir og Kristín Þórsdóttir
- MND á Íslandi og dánaraðstoð Guðjón Sigurðsson
- Reynsla hjúkrunarfræðings af því að starfa við dánaraðstoð Guðlaug Ingunn Einarsdóttir
- Reynsla læknis af því að starfa við dánaraðstoð Helgi Hafsteinn Helgason
- Lokaávarp Guðbjörg Pálsdóttir