Skipan í trúnaðarmannaráð tekur mið af viðsemjendum Fíh í miðlægum kjarasamningum. Allir trúnaðarmenn geta gefið kost á sér í trúnaðarmannaráð fyrir hönd síns sviðs eða heilbrigðisstofnunar. Kosið er í ráðið á tveggja ára fresti fyrir 1. mars þau ár sem standa á oddatölu.
Trúnaðarmannaráð
HSN
Anita Ragnhild Aanesen
HH
Asdis Eckardt
HSS
Auður Indíana Jóhannesdóttir
Landspítali
Ása María Guðjónsdóttir
HSS
Bryndís Gísladóttir
Landspítali
Ester Eir Guðmundssóttir
Landspítali
Fanný B. Miiller Jóhannsdóttir
SFV/Hrafnista
Guðrún Birna Jónsdóttir
HSu
Guðrún María Þorsteinsdóttir
HVE
Gunnfríður Ólafsdóttir
Landspítali
Gyða Valdís Guðmundóttir
SAk
Heiða Hauksdóttir
HSA
Ragnheiður Jara Rúnarsdóttir
Landspítali
Sólveig Helga Ákadóttir
SAk
Sólveig Tryggvadóttir
Starfsreglur trúnaðarmannaráðs Fíh
Markmið
Markmið með trúnaðarmannaráði Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) er að til staðar sé formlegt bakland fyrir starfsmenn kjara- og réttindasviðs og samninganefnd félagsins við stefnumótun í kjaramálum og kjarasamningagerð.
Hlutverk
• Vinna að áherslum Fíh í kjaramálum.
• Vinna við miðlæga kjarasamninga og stofnanasamninga.
• Vinna að undirbúningi kröfugerðar Fíh á hverjum tíma með starfsmönnum kjara- og réttindasviðs.
• Að vera samninganefnd Fíh innan handar við undirbúning að kröfugerð Fíh á hverjum tíma.
• Vera ráðgefandi varðandi gerð kjarasamninga
Samsetning trúnaðarmannaráðs
Í ráðinu sitja í heild 18 fulltrúar auk starfsmanna kjara- og réttindasviðs Fíh. Skipan í ráðið tekur mið að viðsemjendum Fíh í miðlægum kjarasamningum.
• Frá ríki, stofnunum þar sem hjúkrunarfræðingar vinna samkvæmt kjarasamningi við fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs, sitja fulltrúar frá hverri heilbrigðisstofnun ríkisins. Sex fulltrúar Landspítala (einn frá hverju klínísku sviði) og einn af hverri heilbrigðisstofnun; Sjúkrahúsinu á Akureyri, Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, Heilbrigðisstofnun Austurlands og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
• Frá öðrum viðsemjendum þ.e. Reykjavíkurborg, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) og Reykjalundar situr einn fulltrúi frá hverjum viðsemjanda.
Kosning
• Allir trúnaðarmenn geta gefið kost á sér fyrir sitt svið/heilbrigðisstofnun í ráðið.
• Kosið er í ráðið á tveggja ára fresti fyrir 1. mars á ári sem stendur á oddatölu.
• Umsjón með kosningu hefur kjara- og réttindasvið Fíh.
• Formaður Fíh sendir skipunarbréf til fulltrúa trúnaðarmannasráðs að kosningu lokinni.
• Vinnuveitenda verður send staðfesting á kjöri viðkomandi í trúnaðarmannaráð.
• Trúnaðarmanni í trúnaðarmannaráði er heimilt að sækja þing, fundi, ráðstefnu og námskeið á vegum félagsins í allt að eina viku einu sinni á ári án skerðingar á reglubundnum launum. Þeir sem eru í samninganefnd fá leyfi til að sinna því verkefni án skerðingar á reglubundnum launum.
Starfsemi
• Ráðið er ekki með fasta fundartíma heldur er það kallað til funda eftir því sem þurfa þykir.
• Fundir fara fram í salarkynnum Fíh eða hjá Ríkissáttasemjara, allt eftir aðstæðum.
• Kjara- og réttindasvið Fíh mun hafa umsjón með ráðinu, þ.e. tíma- og viðveruskráningu, fundargerðir, greiðslur o.fl.
Umbun
Fyrir setu á fundum trúnaðarmannaráðs er greitt tímakaup skv. verklagsreglum Fíh um nefndarstörf. Ferðakostnaðar vegna fundarsóknar er jafnframt greiddur skv. verklagsreglum Fíh.