Ríki
Kjarasamningur við ríkið er tvískiptur, annars vegar miðlægur kjarasamningur sem kveður almennt á um réttindi og skyldur, s.s. orlof, veikindi, vinnutíma og miðlægar launahækkanir og hins vegar stofnanasamningar við einstaka ríkisstofnanir, þar sem er að finna röðun starfa hjúkrunarfræðinga í launaflokka, mat á viðbótarmenntun, starfsreynslu o.fl.